Gjaldþrota­skiptum á LUX club í Kefla­vík er lokið og fékkst engin greiðsla upp í 29,6 milljóna kröfur.

Skemmtistaðurinn var úr­skurðaður gjaldþrota af héraðs­dómi Reykja­ness í lok janúar á þessu ári.

Sam­kvæmt síðasta árs­reikningi félagsins sem var frá árinu 2021 var 7,5 milljóna króna tap á rekstrinum það árið.

Eigið fé félagsins var neikvætt um 6,9 milljónir en einn hlut­hafi, Tadas Jo­cys, átti allt hluta­fé félagsins.