Gjaldþrotaskiptum á LUX club í Keflavík er lokið og fékkst engin greiðsla upp í 29,6 milljóna kröfur.
Skemmtistaðurinn var úrskurðaður gjaldþrota af héraðsdómi Reykjaness í lok janúar á þessu ári.
Samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins sem var frá árinu 2021 var 7,5 milljóna króna tap á rekstrinum það árið.
Eigið fé félagsins var neikvætt um 6,9 milljónir en einn hluthafi, Tadas Jocys, átti allt hlutafé félagsins.