Síldarvinnslan hefur tilkynnt að stefnt sé að því að loka bolfisksvinnslu fyrirtækisins á Seyðisfirði þann 30. nóvember næstkomandi. Í bolfiskvinnslunni á Seyðisfirði starfa 33 starfsmenn og koma 30 af þeim til með að missa vinnuna.

Í tilkynningu frá Síldarvinnslunni segir að samráðsferli við starfsfólk og forystufólk í sveitarfélaginu muni hefjast til að reyna milda áhrifin á nærsamfélagið. Áfram verður þó rekin fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði.

Síldarvinnslan hefur tilkynnt að stefnt sé að því að loka bolfisksvinnslu fyrirtækisins á Seyðisfirði þann 30. nóvember næstkomandi. Í bolfiskvinnslunni á Seyðisfirði starfa 33 starfsmenn og koma 30 af þeim til með að missa vinnuna.

Í tilkynningu frá Síldarvinnslunni segir að samráðsferli við starfsfólk og forystufólk í sveitarfélaginu muni hefjast til að reyna milda áhrifin á nærsamfélagið. Áfram verður þó rekin fiskimjölsverksmiðja Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði.

„Rekstrarumhverfi bolfiskvinnslunnar hefur breyst hratt á undanförnum árum. Fjölmargir kostnaðarliðir hafa hækkað umtalsvert, öll fjármögnun er orðin dýrari og þorskheimildir hafa dregist saman. Þar að auki er bolfiskvinnslan á Seyðisfirði komin til ára sinna og ljóst að ráðast þarf í miklar framkvæmdir og fjárfestingu til að hún verði samkeppnishæf við fullkomnustu bolfiskhúsin í dag, þar sem tækniþróun hefur verið ör. Sá kostnaður hlypi á hundruðum milljóna króna og ljóst að jafn lítil starfseining stæði ekki undir slíku,“ segir í tilkynningu.

Engum skipverja á togaranum Gullveri verður sagt upp vegna þessara breytinga, en Síldarvinnslan segir að ljóst sé að löndunarhöfnum muni fjölga.

Hluta starfsfólks mun standa til boða vinna á öðrum starfstöðvum félagsins, en félagið rekur fiskimjölsverksmiðju á Seyðisfirði, uppsjávarvinnslu og fiskimjölsverksmiðju í Neskaupstað auk bolfiskvinnslu í Grindavík.

Stjórnendur Síldarvinnslunnar segjast einnig ætla að óska eftir samtali við heimamenn með það fyrir augum að finna mótvægisaðgerðir sem styrkt gætu Seyðisfjörð til lengri tíma, þrátt fyrir brotthvarf bolfiskvinnslunnar.