Þau Margrét Guðmundsdóttir, Magnús Júlíusson, Sigurlína Ingvarsdóttir, Guðjón Reynisson og Hjörleifur Pálsson voru rétt í þessu kjörin í stjórn Festi á hluthafafundi félagsins sem hófst rúmlega 10 í morgun. Magnús, Sigurlína og Hjörleifur eru ný í stjórn, en Guðjón Reynisson og Margrét Guðmundsdóttir halda sæti sínu í stjórn félagsins.

Guðjón mun áfram gegna stöðu stjórnarformanns en Sigurlína verður varaformaður stjórnar.

Magnús Júlíusson, aðstoðarmaður Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og stofnandi Íslenskrar orkumiðlunar, hefur nú þegar sagst ætla að láta af störfum sem aðstoðarmaður ef hann yrði kjörinn í stjórn.

Stjórn félagsins boðaði til hluthafafundarins um miðjan júní eftir gagnrýni um hvernig staðið var að uppsögn Eggerts Þórs Kristóferssonar forstjóra. Stjórnin sagði við það tilefni að hún teldi að „horft til framtíðar sé ákvörðun hennar um forstjóraskipti rétt og mikilvægt skref í áframhaldandi þróun félagsins“.

„Vöxtur og viðgangur Festi er mikilvægari en einstaka stjórnendur þess eða stjórn. Það er ósk stjórnar að boðaður hluthafafundur megi verða til þess að sætta ólík sjónarmið svo unnt sé að halda áfram þeirri vegferð sem fyrir höndum er og skipan nýs forstjóra er órjúfanlegur hluti af,“ sagði í yfirlýsingunni. 

Margrét Guðmundsdóttir hlaut flest atkvæði.
Margrét Guðmundsdóttir hlaut flest atkvæði.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 4.495 kr. á mánuði