Sam­kvæmt dómúr­skurði Héraðs­dóms Reykja­ness er þrota­búi Air Berlin heimilt að gera fjárnám hjá Isavia til tryggingar á greiðslu skuldar á 1.114.225 evrum eða rúmum 162,5 milljónum króna.

Aðfarar­beiðni þrota­búsins byggir á dómi Lands­dóms Berlínar (Land­gericht Berlin) frá 3. desember 2021 en þar var Isavia dæmt til að greiða þrota­búinu 794.602 evrur ásamt dráttar­vöxtum og máls­kostnaði.

Þýskir dómstólar komust að þeirri niður­stöðu að Isavia þyrfti að endur­greiða þrota­búi Air Berlin greiðslur sem flug­félagið innti af hendi árið 2017 til að aflétta kyrr­setningu á þotu félagsins á Kefla­víkur­flug­velli.

Isavia byggði aðal­kröfu sína fyrir ís­lenskum dómstólum á að það væri megin­regla ís­lensks réttar að er­lendir dómar hafi ekki bindandi réttaráhrif hér á landi.

Einu undan­tekningarnar frá þessari megin­reglu verði að eiga sér stoð í settum lögum sem bein­línis kveði á um að er­lendir dómar séu viður­kenndir hér á landi. Er­lenda dóma sé því ekki hægt að fullnusta á Ís­landi nema sér­stök lög komi til.

Héraðs­dómur vísaði til Lúganó­samningsins, sem bæði Ís­land og Þýska­land eru aðili að, var þó en í honum segir að fullnustu dóma í einkamálum en hann kveður á um sam­eigin­lega lögsögu dómstóla í aðildarríkjum í einkamálum

Samningurinn gildir þó ekki um gjaldþrot, nauða­samninga eða sam­bæri­lega máls­með­ferð.

Undanþágan um gjaldþrot í Lúganó­samningnum gildir þó ekki um mál sem þrota­bú höfðar á hendur öðrum.

„Skýra beri hug­takið einkamál vítt og hug­takið gjaldþrot þröngt. Þá sé það viður­kennd regla í ís­lenskum rétti að hafi gengið dómsúr­lausn um skyldu sem fullnægt verði með aðför, hafi sú breyting orðið á lög­skiptum aðila að dómsúr­lausnin sé sjálf­stæður grund­völlur aðfararinnar. Þannig standi sú skylda sem hvílir á gerðarþola ekki lengur í beinum tengslum við þau lög­skipti sem búið hafi að baki aðfarar­heimildinni. Sömu for­sendur eigi við um kröfu hans, að dómsúr­lausnin standi sjálf­stæð óháð lög­skiptum aðila,“ segir í dómi Héraðs­dóms.

Sýslu­manni er því heimilt að gera fjárnám í eignum Isavia til fullnustu peninga­kröfu Air Berlin en málskot úrskurðar til æðra dóms frestar ekki aðför.

„Hvort krafan sé þegar að fullu tryggð með ein­hverjum hætti og tengist ágreiningi aðila sem nú er fyrir Lands­rétti verður ekkert full­yrt um,” segir í dómi Héraðs­dóms en málið tengist deilum Luft­hansa og þrota­bús Air Berlin fyrir Lands­rétti.

Héraðs­dómur Reykja­víkur sýknaði í vor þýska flug­fyrir­tækið Luft­hansa og þrota­bú flug­fyrir­tækisins Air Berlin af kröfum Isavia um van­goldin þjónustu­gjöld eftir að Luft­hansa tók við rekstri Air Berlin eftir gjaldþrot þess árið 2017.

For­saga málsins er sú að Luft­hansa neitaði að greiða reikninga vegna þjónustu á Kefla­víkur­flug­velli, sem endaði með því að sýslu­maðurinn á Suður­nesjum kyrr­setti eina vél fyrir­tækisins að beiðni Isavia.

Luft­hansa taldi sér aftur á móti óheimilt að greiða kröfuna vegna úr­skurðar dómstóls í Köln og því hefði kyrr­setning flug­vélar fyrir­tækisins verið óheimil.