Sprotafyrirtækið Love Synthesizers ehf. mun kynna nýjan íslenskan hljóðgervil (e.synthesizer), sem ber heitið First LOVE, í Tónastöðinni á laugadarinn, 4. maí.

Love Synthesizers hafa þróað, hannað og smíðað þennan FM hljóðgervil með myndrænu snertiskjáviðmóti, takkastýringum og ýmsum hljóðmótunareiginleikum, að því er segir í tilkynningu.

Fyrirtækið mun í framhaldinu First LOVE á Superbooth, stærstu rafhljóðfærasýningu Evrópu, í Berlín 16-18. maí næstkomandi.

Sprotafyrirtækið Love Synthesizers ehf. mun kynna nýjan íslenskan hljóðgervil (e.synthesizer), sem ber heitið First LOVE, í Tónastöðinni á laugadarinn, 4. maí.

Love Synthesizers hafa þróað, hannað og smíðað þennan FM hljóðgervil með myndrænu snertiskjáviðmóti, takkastýringum og ýmsum hljóðmótunareiginleikum, að því er segir í tilkynningu.

Fyrirtækið mun í framhaldinu First LOVE á Superbooth, stærstu rafhljóðfærasýningu Evrópu, í Berlín 16-18. maí næstkomandi.

Prófaði sig áfram í meira en ár

Kári Halldórsson, stofnandi Love Synthesizers byrjaði að gera tilraunir með FM hljóðmótun og snertiskjáviðmót sumarið 2021. Skömmu bjó hann til fyrstu frumgerðir að bæði vélbúnaði og forritum.

Kári, sem er tölvunarfræðingur, tónlistarmaður og háskólakennari, segir að það hafi þó ekki verið fyrr en ári síðar sem hann ákvað að fara alla leið og þróa, markaðssetja og fjöldaframleiða hljóðfærið.

First LOVE hljómgervillinn
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Fram kemur að auk Kára hafa Kolbeinn Hugi Höskuldsson og Markús Bjarnason verið miklir hvatamenn að þróun og rannsóknum frá upphafi. Þá hafa Kristján Freyr Einarsson hönnuður og Steinunn Eldflaug Harðardóttir, tónlistarkona, bæst við starfshópinn, auk Kára Davíðssonar verkfræðings sem hefur haft umsjón með uppsetningu og framleiðslu á vélbúnaði í frumgerðir.

Nýjasti meðlimur hópsins er Þórður Bjarki Arnarson, teymisþjálfari og verkefnastjóri sem áður vann hjá þýska hljóðfæraframleiðandanum Native Instruments.

„Þetta teymi ásamt fleira samstarfsfólki, auk nemendahópa og starfsnema úr tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík, hefur tekið hönnunarspretti og forritunarlotur þar sem hönnun og virkni hljóðfærisins hefur oft tekið miklum stakkaskiptum á stuttum tíma. Nú er svo komið að hægt er að setja frumgerðirnar í hendur tónlistarfólks og leyfa almenningi að prófa.“