Spá­líkan Seðla­banka Ís­lands bendir til þess að verð­bólga verði minni á næstunni en áður hafði verið spáð, sam­kvæmt Þór­arni G. Péturs­syni, aðal­hag­fræðingi Seðla­banka Ís­lands og fram­kvæmda­stjóra sviðs hag­fræði og peninga­stefnu.

Þórarinn flutti í gær fyrir­lestur hjá Líf­eyris­sjóði starfs­manna ríkisins um þróun og horfur í efna­hags­málum en þar sagði hann meðal annars að hraðari hjöðnun verð­bólgu en áður var spáð tengdist meðal annars van­mati á á­hrifum ein­skiptis­að­gerða.

„Þróunin er hins vegar í takt við spá DYNI­MO-líkans bankans og bendir til þess að verð­bólga verði minni á næstunni en spáð var í ágúst,“ segir í fyrir­lestri Þórarins.

Verð­bólga mældist á árs­grund­velli 5,4% í septem­ber­mánuði og hefur ekki verið lægri síðan í desember 2021. Verð­bólgan hjaðnaði um 0,9% frá júlí til septem­ber.

Verð­bólga án hús­næðis mældist 2,8% á árs­grund­velli og hefur lækkað um 1,4% frá því í júlí.

Þórarinn benti jafn­framt á að sam­kvæmt stað­greiðslu­gögnum hefur hægt jafnt og þétt á fjölgun starfa frá því á fyrri hluta síðasta árs.

Sam­hliða því hefur dregið úr ráðningar­á­formum fyrir­tækja og lausum störfum fækkar sam­hliða því að at­vinnu­leysi þokast upp á við.

„Á­raun á fram­leiðslu­þætti heldur á­fram að minnka og hlut­föll fyrir­tækja sem starfa við full af­köst og skortir starfs­fólk lækka,“ segir í fyrir­lestrinum.