Fjárfestingafélagið Butterfly Equity hefur gert yfirtökutilboð í vínframleiðslufyrirtækið Duckhorne Portfolio, sem er með höfuðstöðvar í Napa-dalnum í Kaliforníu.

Fjárfestingafélagið Butterfly Equity hefur gert yfirtökutilboð í vínframleiðslufyrirtækið Duckhorne Portfolio, sem er með höfuðstöðvar í Napa-dalnum í Kaliforníu.

Duckhorn var skráð á markað í mars 2021 og fór gengið strax í tæplega 19 dollara á hlut. Síðan þá hefur hlutabréfagengið smám saman lækkað og fyrir helgi var það komið í 5,4 dollara á hlut.

Tilboð Butterfly Equity hljóðar upp á 11,10 dollara á hlut en samkvæmt því er Duckhorn metið á 1,95 milljarða dollara eða 264 milljarða króna. Forsvarsmenn Duckhorn hafa samþykkt tilboðið fyrir sitt leyti en í því er ákvæði sem heimilar fyrirtækinu að taka betra tilboði innan 45 daga (e. 45-day “go shop” provision).

Gangi samningurinn við Butterfly Equity eftir verður Duckhorn afskráð af markaði. Wall Street Journal greinir frá því að þungt hafi verið yfir léttvínsmarkaðnum undanfarin misseri.