Hlutabréf hafa lækkað svolítið í dag á Wall Street. Er þetta þriðji dagurinn í röð sem S&P vísitalan lækkar.

Dagurinn var þó verri í Evrópu en þýska Dax lækkaði um 1,72%, danska C25 lækkaði um 1,96 og Stockholm 30 lækkaði um 2,02. Íslenska OMX10 lækkaði um 0,85% en Eimskip hélt henni uppi með 5,71% hækkun.

Dow Jones vísitalan hefur lækkað um 0,31%, S&P500 um 0,23% og Nasdaq um 0,3%. Rúmur klukkutími er enn til lokunar í kauphöllinni í New York.

Frá áramótum hefur Dow Jones hækkað um 0,2%, S&P hefur hækkað um 2,54% og Nasdaq er upp um 5,2%. Það var léttara yfir mönnum í upphafi ársins en síðustu daga.

Sem fyrr er það ótti við kreppu sem truflar fjárfesta. Wall Street Journal birti á sunnudag könnun með bandarískra hagfræðinga. Um hana var fjallað í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun.