Það reyndist ó­mögu­legt í fyrra fyrir eigna­stýringu Arion banka og Stefnis að reikna hlut­fall um­hverfis­lega sjálf­bærrar veltu og fjár­festingar­gjalda fyrir eignir þeirra í inn­lendum hluta- og skulda­bréfum á­samt inn­lendum sér­hæfðum fjár­festingum í sam­ræmi við flokkunar­reglu­gerð ESB.

Á sama tíma hefur enginn er­lendur hluta­bréfa­sjóður eða er­lendur sér­hæfður fjár­festingar­sjóður í eigna­söfnum við­skipta­vina Arion banka eða sjóðum Stefnis birt hæfi eða hlut­fall um­hverfis­lega sjálf­bærra eigna þeirra.

Við­skipta­blaðið hefur á síðustu dögum verið að fjalla um að þrátt fyrir að Ís­land sé um­hverfis­vænt land á flesta mæli­kvarða þá hafi lána­stofnanir þurft að bók­færa hlut­fall grænna eigna í 0% á mörgum stöðum.

Það reyndist ó­mögu­legt í fyrra fyrir eigna­stýringu Arion banka og Stefnis að reikna hlut­fall um­hverfis­lega sjálf­bærrar veltu og fjár­festingar­gjalda fyrir eignir þeirra í inn­lendum hluta- og skulda­bréfum á­samt inn­lendum sér­hæfðum fjár­festingum í sam­ræmi við flokkunar­reglu­gerð ESB.

Á sama tíma hefur enginn er­lendur hluta­bréfa­sjóður eða er­lendur sér­hæfður fjár­festingar­sjóður í eigna­söfnum við­skipta­vina Arion banka eða sjóðum Stefnis birt hæfi eða hlut­fall um­hverfis­lega sjálf­bærra eigna þeirra.

Við­skipta­blaðið hefur á síðustu dögum verið að fjalla um að þrátt fyrir að Ís­land sé um­hverfis­vænt land á flesta mæli­kvarða þá hafi lána­stofnanir þurft að bók­færa hlut­fall grænna eigna í 0% á mörgum stöðum.

„Það sem kannski er baga­legt er að þessi EU Taxono­my reglu­gerð var inn­leidd hér með öðrum hætti heldur en í Evrópu­sam­bandinu. Á Ís­landi tóku lögin sem sagt gildi á sama tíma fyrir fjár­mála­fyrir­tæki og önnur fyrir­tæki sem þýðir að skýrslu­gjöf bankanna fyrsta árið byggði á gögnum sem fyrir­tækin sjálf höfðu ekki birt. En þetta eru vaxta­verkir sem má ætla að eigi aðal­lega við um fyrsta ár inn­leiðingarinnar,” segir Hlé­dís Sigurðar­dóttir for­stöðu­maður sjálf­bærni hjá Arion banka.

„Hvað stjórn­völd varðar þá höfum við hér á Ís­landi ekki inn­leitt þessa orku­flokka á hús­næði til dæmis. Flokkunar­reglu­gerðin gerir ráð fyrir því að þú sért með þær upp­lýsingar. Við þurfum því að setja 0% við öll hús­næðis­lán þar sem við höfum ekki nauð­syn­legar upp­lýsingar. Í flokkunar­kerfi ESB er auk þess að­eins verið að horfa á orku­nýtingu en ekki hvers konar orku er verið að nota. Þannig að jafn­vel þótt orku­flokkunar­kerfi á hús­næði yrði inn­leitt hér á landi þá tekur það ekki til­lit til grænu orkunnar okkar og því er ó­víst hversu hátt hlut­fall myndi í raun flokkast sem grænt,“ bætir Hlé­dís við.

Hlédís segir að þangað til þessu verður breytt verða lán til heimila á Ís­landi lík­lega alltaf merkt sem 0% um­hverfis­lega sjálf­bær sam­kvæmt skil­greiningu ESB.

,,Það er því miður að þegar við birtum upp­lýsingar eftir flokkunar­reglu­gerðinni þá er eins og við séum ekki með neinar umhverfis­vænar byggingar á Ís­landi.“

Á sama tíma eru bankarnir með grænar fjár­málaum­gjarðir og byggja nú­verandi grænar skulda­bréfa­út­gáfur á því.

Líkt og Við­skipta­blaðið fjallaði um í síðustu viku fór heildar­út­gáfa grænna skulda­bréfa hér­lendis yfir 200 milljarða í fyrra. Mun það vera hækkun úr rúmum fjórum milljörðum fyrir fimm árum.

„Þar er búið að skil­greina hvaða í­búða­hús­næði telst grænt út frá þeirri að­ferða­fræði að meta hvað flokkast sem 15% besta hús­næðið út frá um­hverfis­legum sjónar­miðum og sú að­ferða­fræði verður væntan­lega notuð eitt­hvað á­fram,“ segir Hlé­dís.

Nýr ESB-staðall um út­gáfu grænna skulda­bréfa hefur verið inn­leiddur í lög hér­lendis en ís­lenskir út­gef­endur munu að öllum líkindum halda sig við við­miðunar­reglur (e. Green Bond Princip­les) sem Al­þjóða­sam­tök aðila á verð­bréfa­markaði (ICMA) setti.

„Það er ekki komin nein skylda að taka upp Evrópska græna skulda­bréfa­staðalinn en í nýrri upp­færslu á sjálf­bærri fjár málaum­gjörð Arion banka sem við munum birta von bráðar er horft enn meira til flokkunar­reglu­gerð ar ESB og álit fengið frá þriðja aðila varðandi þann þátt,“ segir Hlé­dís

Lán fyrir raf­magns­bílum ekki græn

Hlé­dís segir einnig miður að hlut­fall neyslu­lána til bif­reiða­kaupa sé einnig í 0%. „Bíla­lán, meira að segja fyrir raf­bíla, teljast heldur ekki græn í lána­bókum bankanna hér­lendis þar sem upp­lýsingar eru ekki full­nægjandi.

„Ef þú ert að fjár­magna raf­magns­bíla þá þarftu að vera með upp­lýsingar um velti­við­náms­stuðul dekkja og þær upp­lýsingar liggja ekki fyrir. Þannig að í töflunni hjá okkur eru öll bíla­lán 0% græn þrátt fyrir að góður hluti þeirra sé vegna raf­magns­bíla.“

Að sögn Hlé­dísar hefur mikil vinna farið í að skilja reglu­gerðina í tengslum við árs­reikninga­gerð og sækjast eftir öllum upp­lýsingum sem voru að­gengi­leg.

„Það er auð­vitað ekki skemmti­legt eftir mikla vinnu, fundi með fyrir­tækjum, endur­skoð­endum og ráð­gjöfum að niður­staðan skuli vera núll vegna skorts á gögnum. Um 11% fyrir­tækja sem við lánum til ber skylda að birta upp­lýsingar sam­kvæmt flokkunar­reglu­gerðinni. Vonandi verðum við því ekki með núll um næstu ára­mót þegar kemur að fyrir­tækja­lánum,“ segir Hlé­dís.

Þá tekur reglu­gerðin ekki einungis til um­hverfis­mála heldur þurfa fyrir­tæki að upp­fylla allar al­þjóð­legar kröfur um mann­réttindi í allri virðis­keðjunni. „Flokkunar­reglu­gerðin felur í sér strangar kröfur og það er ekki nóg að starf­semin sé græn heldur þurfa fyrir­tæki að vera með sitt á hreinu varðandi mann­réttindi og fleira – og þá bæði í eigin starf­semi og virðis­keðjunni allri.“

Hlé­dís segir að auð­vitað séu þetta allt góð mark­mið en að um sé að ræða tíma­bil hér á landi þar sem fyrir­tæki eru að að­laga starfs­semi sína að reglu­verkinu og skilji þær um­fangs­miklu kröfur sem eru gerðar. Allt miðar þetta að því að auka sjálf­bæra starf­semi fyrir­tækja og gagn­sæi um fram­gang mark­miða sem er já­kvætt og nauð­syn­legt.