Singapore Airlines mun greiða tæplega tíu þúsund dali til þeirra sem hlutu minni háttar meiðsli í ókyrrð í miðju flugi í síðasta mánuði. Þeir sem hlutu alvarlegri áverka munu fá allt að 25 þúsund dali ásamt frekari aðstoð vegna sérstakra aðstæðna.

Fréttamiðillinn BBC greinir frá þessu en þetta kom meðal annars fram í færslu sem flugfélagið deildi á Facebook.

Singapore Airlines mun greiða tæplega tíu þúsund dali til þeirra sem hlutu minni háttar meiðsli í ókyrrð í miðju flugi í síðasta mánuði. Þeir sem hlutu alvarlegri áverka munu fá allt að 25 þúsund dali ásamt frekari aðstoð vegna sérstakra aðstæðna.

Fréttamiðillinn BBC greinir frá þessu en þetta kom meðal annars fram í færslu sem flugfélagið deildi á Facebook.

Einn 73 ára breskur farþegi lést og tugir slösuðust þegar flug SQ-321 lenti í sérstaklega mikilli ókyrrð á leið frá London til Singapúr í maí en vélin neyddist til að lenda í Taílandi. Fleiri hundruð farþega fengu aðhlynningu hjá læknum á sjúkrahúsi í Bangkok.

Samkvæmt rannsókn féll vélin um 178 fet á tæplega fjórum sekúndum en farþegar lýstu því hvernig áhöfn og þeir sem voru ekki í sætisbeltum skullu í loftið í farþegarýminu.

Um borð í þessari Boeing 777-300ER-vél voru 211 farþegar og 18 manna áhöfn. Félagið hefur þegar sagt að það myndi bjóða öllum farþegum flugsins endurgreiðslu, hvort sem þeir slösuðust eða ekki.

Singapore Airlines myndi þar að auki bjóða um 740 dala gjafabréf til allra farþega vegna aukagjalda og bauð ástvinum farþega far til Taílands á sjúkrahúsið.