Banda­ríska lyfja­fyrir­tækið Eli Lily, sem hefur verið helsti keppi­nautur Novo Nor­disk á þyngdar­stjórnunar­lyfja­markaðinum, hefur kynnt til leiks nýja út­gáfu þyngdar­stjórnunar­lyfsins Zep­bound sem er um helmingi ó­dýrari en önnur sam­bæri­leg lyf.

Sam­kvæmt Financial Times fæst fjögurra vikna skammtur af 2,5 mg lyfja­glasi á 399 dali eða um 55 þúsund ís­lenskar krónur á gengi dagsins.

Á sama tíma er hægt að fá fjögurra vikna skammt af 5 mg lyfja­glasi á 549 dali en til saman­burðar kostar fjögurra vikna skammtur af Zep­bound stungu­pennum 1.060 dalir.

Tryggingar­fé­lög semja vissu­lega um ó­dýrara verð er þau kaupa lyfin í miklu magni en þeir sem neyta þyngdar­stjórnunar­lyfja án þess að það sé inni­falið í tryggingum þeirra þurfa að borga lista­verðið að ofan.

Bæði Eli Lily og Novo Nor­disk hafa verið að reyna mæta eftir­spurn eftir þyngdar­stjórnunar­lyfjum sínum en sam­kvæmt greiningar­deild fjár­festinga­bankans Gold­man Sachs er um 130 milljarða dala markað að ræða. FT segir að eitt stærsta vanda­málið við fram­leiðsluna hafi verið að „fylla og fram­leiða“ stungu­pennana.

Zepbound stungupenni.
Zepbound stungupenni.

Zep­bound-lyf Eli Lily og Wegovy-lyf Novo Nor­disk eru bæði á lista Mat­væla- og lyfja­eftir­lits Banda­ríkjanna yfir lyf sem eru af skornum skammti.

Hluta­bréfa­verð Eli Lily hefur hækkað verulega það sem af er ári og töluvert meira en gengi Novo Nordisk. Eli Lily nýtur góðs af því að vera skráð í Banda­ríkjunum þar sem seljan­leiki bréfanna er mun meiri en bréf Novo Nor­disk í Kaup­höllinni í Dan­mörku.

Gengi Eli Lily hefur hækkað um 61% á árinu en Novo Nordisk um 29%.

Eli Lily hækkaði ný­verið af­komu­spá sína fyrir árið en lyfja­fyrir­tækið býst við því að tekjur verði allt að 46,6 milljarðar Banda­ríkja­dala á árinu sem er um 3 milljarða dala hækkun frá fyrri spám.

Ó­líkt Novo Nor­disk er Eli Lily einnig með eitt vin­sælasta lyfið fyrir Alz­heimer á markaði sem hefur eykur tekjustreymi fé­lagsins.

Tekjur á öðrum árs­fjórðungi jukust um 36% frá sama tíma­bili í fyrra.