Bandaríska lyfjafyrirtækið Eli Lily, sem hefur verið helsti keppinautur Novo Nordisk á þyngdarstjórnunarlyfjamarkaðinum, hefur kynnt til leiks nýja útgáfu þyngdarstjórnunarlyfsins Zepbound sem er um helmingi ódýrari en önnur sambærileg lyf.
Samkvæmt Financial Times fæst fjögurra vikna skammtur af 2,5 mg lyfjaglasi á 399 dali eða um 55 þúsund íslenskar krónur á gengi dagsins.
Á sama tíma er hægt að fá fjögurra vikna skammt af 5 mg lyfjaglasi á 549 dali en til samanburðar kostar fjögurra vikna skammtur af Zepbound stungupennum 1.060 dalir.
Bandaríska lyfjafyrirtækið Eli Lily, sem hefur verið helsti keppinautur Novo Nordisk á þyngdarstjórnunarlyfjamarkaðinum, hefur kynnt til leiks nýja útgáfu þyngdarstjórnunarlyfsins Zepbound sem er um helmingi ódýrari en önnur sambærileg lyf.
Samkvæmt Financial Times fæst fjögurra vikna skammtur af 2,5 mg lyfjaglasi á 399 dali eða um 55 þúsund íslenskar krónur á gengi dagsins.
Á sama tíma er hægt að fá fjögurra vikna skammt af 5 mg lyfjaglasi á 549 dali en til samanburðar kostar fjögurra vikna skammtur af Zepbound stungupennum 1.060 dalir.
Tryggingarfélög semja vissulega um ódýrara verð er þau kaupa lyfin í miklu magni en þeir sem neyta þyngdarstjórnunarlyfja án þess að það sé innifalið í tryggingum þeirra þurfa að borga listaverðið að ofan.
Bæði Eli Lily og Novo Nordisk hafa verið að reyna mæta eftirspurn eftir þyngdarstjórnunarlyfjum sínum en samkvæmt greiningardeild fjárfestingabankans Goldman Sachs er um 130 milljarða dala markað að ræða. FT segir að eitt stærsta vandamálið við framleiðsluna hafi verið að „fylla og framleiða“ stungupennana.
Zepbound-lyf Eli Lily og Wegovy-lyf Novo Nordisk eru bæði á lista Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna yfir lyf sem eru af skornum skammti.
Hlutabréfaverð Eli Lily hefur hækkað verulega það sem af er ári og töluvert meira en gengi Novo Nordisk. Eli Lily nýtur góðs af því að vera skráð í Bandaríkjunum þar sem seljanleiki bréfanna er mun meiri en bréf Novo Nordisk í Kauphöllinni í Danmörku.
Gengi Eli Lily hefur hækkað um 61% á árinu en Novo Nordisk um 29%.
Eli Lily hækkaði nýverið afkomuspá sína fyrir árið en lyfjafyrirtækið býst við því að tekjur verði allt að 46,6 milljarðar Bandaríkjadala á árinu sem er um 3 milljarða dala hækkun frá fyrri spám.
Ólíkt Novo Nordisk er Eli Lily einnig með eitt vinsælasta lyfið fyrir Alzheimer á markaði sem hefur eykur tekjustreymi félagsins.
Tekjur á öðrum ársfjórðungi jukust um 36% frá sama tímabili í fyrra.