Harka er komin í kjaraviðræður á opinbera vinnumarkaðnum. Kennarar eru í verkfalli og læknar munu að óbreyttu hefja verkfallsaðgerðir í lok mánaðarins.
Kröfur kennara eru ekki í takti við það sem samið var um á almenna vinnumarkaðnum fyrr á árinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að verði samið á þeim nótum raski það sáttinni á almenna markaðnum. Formaður Kennarasambands Íslands vill ekki tala um launakröfur heldur markmið.
Launakröfur kennara samningaviðræðum við hið opinbera eru ekki í neinum takti við nýgerða samninga á almenna vinnumarkaðnum.
Miðað við yfirlýsingu Mjallar Matthíasdóttur, formanns Félags grunnskólakennara, í fjölmiðlum vilja kennarar að launin verði sambærileg við laun sérfræðinga á almennum vinnumarkaði. Hún hefur sagt að grunnlaun kennara séu um 730 til 740 þúsund á mánuði en sérfræðingar á almennum vinnumarkaði séu með milljón. Miðað við þetta eru kennarar að krefjast 36% hækkun grunnlauna.
Öll komin með nóg af verðbólgu
Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að í Stöðuleikasamningnum hafi atvinnulífið og verkalýðshreyfingin sameinast um mikilvægi þessi ná efnahagslegum stöðugleika á Íslandi.
„Við erum öll komin með nóg af verðbólgu undanfarinna ára og þeim afleiðingum sem hún hefur,“ segir Sigríður Margrét.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.