Samfélagsmiðillinn TikTok mun fá tækifæri til að verja stöðu sína í Bandaríkjunum í dag eftir að yfirvöld samþykktu í apríl að banna miðilinn nema eigandi hans, ByteDance, myndi selja forritið innan níu mánaða.

Ákvörðunin var samþykkt af bandarískum yfirvöldum og Joe Biden Bandaríkjaforseta en þau hafa lýst yfir áhyggjum af aðkomu kínverskra stjórnvalda en ByteDance er kínverskt fyrirtæki.

Samfélagsmiðillinn TikTok mun fá tækifæri til að verja stöðu sína í Bandaríkjunum í dag eftir að yfirvöld samþykktu í apríl að banna miðilinn nema eigandi hans, ByteDance, myndi selja forritið innan níu mánaða.

Ákvörðunin var samþykkt af bandarískum yfirvöldum og Joe Biden Bandaríkjaforseta en þau hafa lýst yfir áhyggjum af aðkomu kínverskra stjórnvalda en ByteDance er kínverskt fyrirtæki.

Talsmenn fyrirtækisins, sem er með meira en 170 milljónir notenda í Bandaríkjunum, munu færa rök fyrir þriggja manna áfrýjunardómstól í Washington. Þá munu þeir einnig fá til liðs við sig átta áhrifavalda, þar á meðal búgarðseiganda í Texas og bakara í Tennessee, sem segjast treysta samfélagsmiðlinum til að markaðssetja vörur sínar.

Lögfræðingar frá bandaríska dómsmálaráðuneytinu munu síðan leggja til máls en meðal þess sem bandarísk yfirvöld hafa áhyggjur af er að TikTok gæti verið notað til að dreifa áróðri til Bandaríkjamanna.

Wang Xiangnong, lögfræðingur við Knight First við Kólumbíuháskóla, varar hins vegar við að bann við forritinu gæti reynst himnasending til einræðisherra og harðstjórna víðs vegar um heiminn.

„Við ættum ekki að vera hissa ef ríkisstjórnir sem kúga almenning um allan heim vitna í þetta fordæmi til að réttlæta nýjar takmarkanir á rétti þeirra eigin borgara til að fá aðgang að upplýsingum, hugmyndum og fjölmiðlum erlendis frá.“