Kínverska fyrirtækið ByteDance, sem á samfélagsmiðilinn TikTok, hefur lækkað verð auglýsinga á miðlinum verulega. Er auglýsingaverðið nú um helmingi ódýrar en á Instragram og Snapchat og þriðjungi ódýrara en á Twitter.

Með þessu stefna eigendur TikTok að því að ná í stærri köku af auglýsingamarkaðnum.

TikTok sem var stofnað árið 2019 hefur hrist verulega upp í samfélagsmiðlamarkaðnum. Fjöldi notenda Tiktok hefur aukist ár frá ári og í dag er talið að um milljarður manna noti forritið.