Samfélagsmiðillinn Tiktok opnaði sína fyrstu skrifstofu í Kaupmannahöfn í dag en forritið er í eigu kínverska fyrirtækisins Bytedance.

Tiktok hefur einnig opinberað upplýsingar um notendur í Danmörku en samkvæmt gögnum fyrirtækisins nota 1,3 milljónir Dana Tiktok í hverjum mánuði.

Samfélagsmiðillinn Tiktok opnaði sína fyrstu skrifstofu í Kaupmannahöfn í dag en forritið er í eigu kínverska fyrirtækisins Bytedance.

Tiktok hefur einnig opinberað upplýsingar um notendur í Danmörku en samkvæmt gögnum fyrirtækisins nota 1,3 milljónir Dana Tiktok í hverjum mánuði.

Liv Sandberg, framkvæmdastjóri TikTok á Norðurlöndum, segir ákvörðun Tiktok vera byggða á löngun fyrirtækisins til að færa sig nær áhrifaríku fólki í Danmörku eins og fyrirtækjaeigendum og stjórnmálamönnum.

„Tiktok er að vaxa hratt í Danmörku og við sjáum fram á mikla möguleika. Þess vegna viljum við nú efla samtölin við hagsmunaaðila í landinu,“ segir Liv.

Fram til þessa hefur starfsemi Tiktok í Danmörku verið stýrt frá Stokkhólmi, en nú munu tíu starfsmenn starfa á skrifstofu fyrirtækisins í Kaupmannahöfn.

Kínverska fyrirtækið Bytedance var stofnað af Zhang Yuming, sem í dag er einn ríkasti maður heims. Árið 2022 var velta Tiktok 7,6 milljarðar dalir en fá forrit í heiminum hafa verið niðurhöluð jafn mikið af farsímanotendum.