Neytendastofa hefur sektað 13 verslanir bæði í Kringlunni og Smáralind fyrir skort á verðmerkingum. Alls voru 11 fyrirtæki sem reka verslanirnar sektaðar, þar á meðal Hagkaup og Laugar.
Í tilkynningu frá Neytendastofu kemur fram að stofnunin hafi í febrúar heimsótt 100 verslanir og veitingastaði í Kringlunni og 71 verslun og veitingastaði í Smáralind. Alls voru gerðar athugasemdir hjá 61 verslun þar sem ýmist vantaði verðmerkingar á vörur í verslun, í sýningarglugga eða bæði.
Þegar fyrri skoðun var fylgt eftir höfðu margar verslanir lagað verðmerkingar sínar en þó voru gerðar athugasemdir við verðmerkingar í 13 verslunum.
Neytendastofa hefur sektað 13 verslanir bæði í Kringlunni og Smáralind fyrir skort á verðmerkingum. Alls voru 11 fyrirtæki sem reka verslanirnar sektaðar, þar á meðal Hagkaup og Laugar.
Í tilkynningu frá Neytendastofu kemur fram að stofnunin hafi í febrúar heimsótt 100 verslanir og veitingastaði í Kringlunni og 71 verslun og veitingastaði í Smáralind. Alls voru gerðar athugasemdir hjá 61 verslun þar sem ýmist vantaði verðmerkingar á vörur í verslun, í sýningarglugga eða bæði.
Þegar fyrri skoðun var fylgt eftir höfðu margar verslanir lagað verðmerkingar sínar en þó voru gerðar athugasemdir við verðmerkingar í 13 verslunum.
„Þetta er ekki eins og Bílastæðasjóður sem sektar þig strax ef þú leggur ólöglega.“
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtaka, segist hafa takmarkaða samúð með fyrirtækjum sem geta ekki farið að lögum um verðmerkingar.
„Yfirleitt veitir Neytendastofa viðvörun fyrst og svo koma þau aftur og ef það er ekki búið að laga verðmerkingar þá veita þau sekt. Til að fá svona sekt þarf einbeittan brotavilja því lögin eru klár. Þetta er ekki eins og Bílastæðasjóður sem sektar þig strax ef þú leggur ólöglega.“
Hann segir það vera skýlaus réttur neytenda að fá upplýsingar um verð og að það sé ekki við stofnunina að saka hvað þetta varðar. „Okkur hefur alltaf fundist Neytendastofa vera ótrúlega sanngjörn og dugleg við að gefa út leiðbeiningar fyrir fyrirtæki,“ segir Breki.
Þær verslanir sem fengu sekt voru Hagkaup, Herragarðurinn, Hrím, ittala búðin, Mac, Miniso, Sambíó, Snúran, Spúutnik, Steinar Wage, Under Armour, Vodafone og World Class.