Flug­fé­lagið Play skilaði 3,6 milljóna dala hagnaði á þriðja árs­fjórðungi sem sam­svarar um 500 milljónum ís­lenskra króna.

Sam­kvæmt árs­hluta­upp­gjöri fé­lagsins er fjár­hags­staða Play traust og sterkari en á sama tíma í fyrra. Hins vegar er tekið fram að til skoðunar sé engu að síður að auka hluta­fé fé­lagsins og eftir at­vikum sækja fjár­mögnun í tengslum við nýtt flug­rekstrar­leyfi sér­stak­lega.

Líkt og greint var frá í síðustu viku hefur Play hafið um­sóknar­ferli um flug­rekstrar­leyfi á Möltu til að greiða fyrir fjöl­breyttari starf­semi á vegum fé­lagsins. Flug­fé­lagið reiknar með því að nýja flug­rekstrar­leyfið verði í höfn næsta vor.

„Play hefur til­kynnt á­form sín um að gera grund­vallar­breytingar á við­skipta­líkani sínu sem munu draga tölu­vert úr tengi­flugs­leiða­kerfi fé­lagsins um Kefla­víkur­flug­völl. Á sama tíma mun fé­lagið efla beint flug til á­fanga­staða við Mið­jarðar­hafið og annarra sóla­r­á­fanga­staða á­samt því að starf­rækja u.þ.b. þriðjung af flotanum á vegum annarra aðila. Eftir að hafa náð betri af­komu á nánast öllum mörkuðum á milli ára breyttist sú þróun til hins verra á árinu 2024,“ segir Einar Örn Ólafs­son, for­stjóri Play, í upp­gjörinu.

Sam­kvæmt ný­birtu upp­gjöri fé­lagsins flutti flug­fé­lagið 521 þúsund far­þega á þriðja árs­fjórðungi 2024 og sæta­nýting var 89%.

„Sæta­nýting jókst og hliðar­tekjur voru stöðugar á þriðja árs­fjórðungi en sæta­fram­boð dróst hins vegar saman um 5% og tekjur af meðal­flug­far­gjaldi drógust saman um 9% vegna aukinnar sam­keppni á flugi yfir At­lants­hafið. Fyrir vikið drógust heildar­tekjur á þriðja árs­fjórðungi þessa árs saman um 8,8% frá því í fyrra, eða úr 110,2 milljónum banda­ríkja­dala í 100,5 milljónir banda­ríkja­dala,” segir í upp­gjörinu.

Lausa­fjár­staða fé­lagsins var 39,8 milljónir banda­ríkja­dala við lok árs­fjórðungsins og hefur því aukist um 0,6 milljónir banda­ríkja­dala á milli ára.

Kostnaður á hvern sætiskíló­metra (CASK) var á­fram 5,3 banda­ríkja­sent en kostnaður á hvern sætiskíló­metra að undan­skildu elds­neyti (CASK ex-fuel) var 3,5 banda­ríkja­sent sem er aukning frá 3,4 banda­ríkja­sentum vegna aukins fram­boðs og launa­kostnaðar.

Rekstrar­niður­staða fyrir fjár­magns­liði og skatta (EBIT) var 9,6 milljónir banda­ríkja­dala, 3,7 milljónum lægri en á þriðja árs­fjórðungi 2023, sem flug­fé­lagið segir að megi rekja til aukinnar sam­keppni á flugi yfir At­lants­hafið.

Sú sam­keppni er meðal þess sem olli því að flug­fé­lagið á­kvað að gera breytingar á við­skipta­líkani sínu en rekstrar­niður­staða fyrir fjár­magns­liði og skatta (EBIT) var 9,6 milljónir banda­ríkja­dala, 3,7 milljónum lægri en á þriðja árs­fjórðungi 2023, sem má rekja til aukinnar sam­keppni á flugi yfir At­lants­hafið.

„Fram­boð á flugi yfir At­lants­hafið jókst til muna í sumar með aukinni sam­keppni og því seldust sæti á lægra verði en ella sem hafði á­hrif á tekjur á hvern fram­boðinn sætiskíló­metra á þessum hluta leiða­kerfisins. Þótt greiningar okkar gefi til kynna að fram­boðs­aukning á árinu 2025 verði ekki hlið­stæð hefur PLAY á­kveðið að þessi hluti leiða­kerfisins sé ó­lík­legur til að skila nægi­legum hagnaði í fram­tíðinni með nú­verandi fyrir­komu­lagi,“ segir Einar.

Einar bendir á að á sama tíma hafi beint flug til sóla­r­á­fanga­staða verið arð­bært frá upp­hafi.

„Hlut­falls­legur hagnaður hefur verið stöðugur þrátt fyrir aukið fram­boð og engin á­stæða til að halda að breyting verði þar á. Breytingarnar sem við kynnum núna eru því aug­ljós sókn í fyrir­liggjandi tæki­færi. Fé­lagið telur að með því að draga um­tals­vert úr tengi­flugs­leiðar­kerfinu, sér í lagi yfir vetrar­mánuðina, séu tæki­færi til að ná þar al­gjörum við­snúningi á af­komu. Um­rætt sólar­landa­flug, á­samt smækkaðri út­gáfu tengi­flugs­leiða­kerfisins, stendur ekki undir fram­leiðslu­getu allra tíu véla PLAY. Þess vegna hefur fé­lagið á­kveðið að starf­rækja hluta flug­véla­flotans fyrir aðra aðila í gegnum nýtt malt­neskt flug­rekstrar­leyfi sem gert er ráð fyrir að verði frá­gengið í vor,“ segir Einar.

Gengið aldrei lægra

Hluta­bréfa­verð Play lækkaði um 6% í ör­við­skiptum í Kaup­höllinni í dag og var dagsloka­gengið 0,94 krónur.

Gengi Play hefur aldrei verið lægra eftir um 50% lækkun síðast­liðinn mánuð og um 88% það sem af er ári.

Play boðaði í síðustu viku grund­vallar­breytingu á við­skipta­líkani sínu frá og með miðju næsta ári.

Breytingin felur í sér að á­fanga­stöðum í Norður-Ameríku og Norður-Evrópu verður fækkað frá og með miðju næsta ári.

Á hinn bóginn verður á­ætlun fé­lagsins til Suður-Evrópu efld. Í til­kynningu flug­fé­lagsins er bent á að bein flug til á­fanga­staða fé­lagsins í Suður-Evrópu hafi verið arð­bær frá upp­hafi.

Með­fram nýju við­skipta­líkani hefur Play hafið um­sóknar­ferli um flug­rekstrar­leyfi á Möltu til að greiða fyrir fjöl­breyttari starf­semi á vegum fé­lagsins. Reiknar fé­lagið með því að nýja flug­rekstrar­leyfið verði í höfn næsta vor.

Þannig er stefnt að því að fyrsta vél Play sem færð verður yfir á nýtt flug­rekstrar­leyfi verði stað­sett á Tenerife og muni þaðan meðal annars fljúga til Kefla­víkur og Akur­eyrar.

Hægt er að fylgjast með fjár­festa­fundi fé­lagsins sem hófst klukkan 16:00 hér.