Fjármálaráðuneytið hefur tilkynnt um að tilboðsbók A í útboði ríkisins á eftirstandandi 45,2% hlut ríkisins í Íslandsbanka hafi lækkaði niður í 86,9 milljarða króna að loknum greiðslufresti og að teknu tilliti til aðlögunar og leiðréttingar.

Endanleg stærð A bókarinnar nemur um 95,9% af 90,6 milljarða króna heildarvirði útboðsins‏.

Engin úthlutun í C bókinni

Tilkynnt var fyrir helgi að 31.274 einstaklingar hefðu samtals lagt inn tilboð fyrir 88,2 milljarða króna í bók A. Ljóst er því að tilboð að fjárhæð 1,3 milljarðar króna féllu niður. Einstaklingum í tilboðsbók A fækkar samhliða um 254.

Ráðuneytið áætlar að 3,7 milljörðum króna verði úthlutað til 56 aðila í tilboðsbók B í dag. Tilboð í Tilboðsbók B námu 84,3 milljörðum króna.

„Framangreindar úthlutanir í tilboðsbækur A og B nema heildarumfangi útboðsins og engar úthlutanir munu eiga sér stað í tilboðsbók C,“ segir í tilkynningunni.

Ráðuneytið tilkynnti fyrir helgi að heildareftirspurn útboðsins hefði alls verið um 190 milljarðar króna. Miðað við uppgefnar upplýsingar um framlögð tilboð í bókum A og B má ætla að skilað hafi verið inn tilboð í bók C fyrir ríflega 17,5 milljarða króna.