Flugfélagið Play sendi frá sér tilkynningu síðdegis í dag þar sem það harmar óskýra tilkynningu frá Kauphöll Íslands og fréttaflutning af tilkynningunni.

Hér á eftir er tilkynningin frá Play í fullri lengd.

„Stjórn PLAY harm­ar óskýr­ar til­kynn­ing­ar og frétta­flutn­ing um rekstr­ar­hæfi fé­lags­ins. Í gær birt­ist frétt á mbl.is með fyr­ir­sögn­inni: Kaup­höll vís­ar til vafa um rekstr­ar­hæfi PLAY.

Þar var vitnað í at­hug­an­ar­merk­ingu PLAY í Kaup­höll og látið í það skína að end­ur­skoðandi hafi gert at­huga­semd um rekstr­ar­hæfi fé­lags­ins í árs­reikn­ingi. Það er ekki rétt. Hið rétta er að end­ur­skoðandi PLAY áritaði árs­reikn­ing fé­lags­ins fyr­ir­vara­laust og gerði þar með eng­ar at­huga­semd­ir um rekstr­ar­hæfi fé­lags­ins. Hins veg­ar bend­ir end­ur­skoðandi á (ábend­ing) skýr­ing­ar með árs­reikn­ingi og á skýrslu stjórn­ar PLAY í árit­un sinni þar sem vísað er til þess að ef markaðsaðstæður breyt­ast eða áætlan­ir ganga ekki eft­ir á næstu 12 mánuðum gæti fé­lagið þurft að styrkja rekst­ur­inn með því að sækja aukið fé.

PLAY greindi skil­merki­lega frá ábend­ingu end­ur­skoðanda í kynn­ingu sinni á dög­un­um og í frétta­til­kynn­ingu fyrr í vik­unni. Hér er því ein­ung­is verið að end­ur­taka það sem áður hef­ur komið fram. Þá greindi PLAY frá því við kynn­ingu á árs­reikn­ingi að sjóðsstaða fé­lags­ins sé betri en á sama tíma og í fyrra og rekstr­ar­horf­ur fé­lags­ins mun betri en áður.

Vegna ábyrgr­ar nálg­un­ar við skil á árs­reikn­ingi taldi stjórn nauðsyn­legt að benda á að þegar verið sé að breyta um viðskiptalík­an, eins og í til­viki PLAY, væri rétt að benda á að slík­um breyt­ing­um kynni að fylgja óvissa. Sú staða gæti því komið upp að ef aðstæður breytt­ust þyrfti fé­lagið mögu­lega að sækja meira fé í rekst­ur­inn. Í árit­un end­ur­skoðand­ans er á þetta bent. Vegna þess­ar­ar ábend­ing­ar end­ur­skoðand­ans ákvað Kaup­höll­in að at­hug­un­ar­merkja PLAY, en fram hef­ur komið hjá Kaup­höll­inni að slíkt sé al­vana­legt hjá fyr­ir­tækj­um skráðum á markað.

Í fram­an­greindu felst að hvorki Kaup­höll né end­ur­skoðandi PLAY hafa gert at­huga­semd við rekstr­ar­hæfi fé­lags­ins eins og mátti skilja af frétta­flutn­ingi gær­dags­ins. Af þeirri ástæðu hef­ur Kaup­höll nú sent frá sér nýja til­kynn­ingu und­ir yf­ir­skrift­inni: Leiðrétt­ing.

Óskýr­ar til­kynn­ing­ar af þessu tagi og frétta­flutn­ing­ur af þeim valda al­var­leg­um mis­skiln­ingi sem veld­ur fé­lag­inu tjóni."