Marel hefur borist ó­skuld­bindandi vilja­yfir­lýsing varðandi mögu­legt til­boð í öll hluta­bréf í fé­laginu. Þetta kemur fram í Kaup­hallar­til­kynningu Marels í morgun.

„Í vilja­yfir­lýsingunni kemur skýrt fram að ekki sé um að ræða laga­lega bindandi skuld­bindingu og að verði val­kvætt yfir­töku­til­boð lagt fram á síðari stigum, yrði slíkt til­boð háð marg­vís­legum skil­yrðum. Vilja­yfir­lýsingunni fylgdi ó­aftur­kallan­leg yfir­lýsing Eyris Invest hf., eig­anda 24,7% hluta­fjár í Marel, um sam­þykki Eyris Invest hf. verði til­boð lagt fram í tengslum við vilja­yfir­lýsinguna,“ segir í til­kynningunni.

Sam­kvæmt Marel mun fé­lagið fara yfir og meta framan­greinda ó­skuld­bindandi vilja­yfir­lýsingu af kost­gæfni með hlið­sjón af lang­tíma­hags­munum fé­lagsins og allra hlut­hafa þess. „Ekki liggur fyrir nein vissa um hvort um­rædd yfir­lýsing muni leiða til form­legs skuld­bindandi yfir­töku­til­boðs, eða skil­mála þess,“ segir í til­kynningu sem barst í nótt.

Í byrjun mánaðar var greint frá því að Árni Oddur Þórðar­son væri að stíga til hliðar sem for­stjóri Marel eftir að Arion Banki leysti til sín hluta­bréf Árna í Eyri Invest, leiðandi fjár­festis í Marel.

Árni Oddur átti 18% hlut í Eyri Invest en eftir inn­lausn bankans á hann 13%. Arion banki leysti til sín tæp­lega 4,4% eignar­hlut Þórðar Magnús­sonar í Eyri Invest í tengslum við veð­kall sem var gert á Árna.

Eignar­hlutur Þórðar í Eyri minnkaði úr 20,7% í 16,2% við veð­kallið. Þórður, sem lét af störfum sem stjórnar­for­maður Eyris í vor, er eftir sem áður stærsti hlut­hafi fjár­festingar­fé­lagsins. Feðgarnir eiga nú sam­tals um 29% hlut í Eyri.

Hlutabréfaverð Marel hefur verið að mikillli niðurleið í ár en bréfin tóku dýfu í maí þegar uppgjör fyrsta ársfjórðungs var birt.

Gengið fór undir 500 krónur og féll um 17,6% á einum degi. Markaðs­virði Marel féll um 80 milljarða króna sama dag.

Hlutabréf í Marel hafa lækkað um tæp 30% í ár og fór gengið lægst í 327 krónur um miðjan mánuð en gengið hafði þá ekki veirð lægra síðan í janúar 2018.

Dagslokagengið í gær var 350 krónur.