Vilhjálmur Bjarnason lagði fram vanstrauststillögu á hendur Stefáni Sigurðssynni á hluthafafundi Íslandsbanka í gær. Fundurinn hófst kl. 16 í gær og lauk kl. 18:02 en fundargerð fundarins hefur verið birt.

Atkvæðagreiðslan fór þannig að tillaga Vilhjálms fékk stuðning 0,26% atkvæða en 99,74% voru henni andvíg. Hún var því kollfelld.

Megininntak tillögu Vilhjálms var þetta.

„Hluthafafundur í Íslandsbanka hf. haldin þann 30. júní 2025 telur stjórnarmanninn Stefán Sigurðsson með öllu óhæfan til að gæta hagsmuna hluthafa.

Framganga hans við að niðurlægja og lítilsvirða hluthafa á aðalfundi í Glitni hf. vorið 2008 bendir eindregið til að störf í stjórn hlutafélags í eigu almennings og lífeyrissjóða hentar umræddum stjórnarmanni alls ekki.

Hluthafafundur í Íslandsbanka hf. krefst þess að ferill stjórnarmanna í félaginu sé hafinn yfir allan vafa hvað heilindi varðar."