Við­skipta­ráð hvetur Al­þingi til að sam­þykkja halla­laus fjár­lög en sam­kvæmt fjár­mála­á­ætlun Al­þingis verður það ekki gert fyrr en árið 2028.

Í um­sögn Við­skipta­ráðs við fjár­laga­frum­varpi Sigurðar Inga Jóhanns­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, eru lagðar fram til­lögur um hvernig megi leysa þennan halla­rekstur ríkisins.

Ís­lenska ríkið gerir ráð fyrir að reka sig með halla sem nemur um 41 milljarði króna á næsta ári en það árið verður jafn­framt sjöunda árið í röð sem ríkis­sjóður er rekinn með halla. Þetta á sér stað sam­hliða því að tekju­vöxtur sam­hliða upp­gangi í hag­kerfinu hefur verið mikill hér­lendis.

Við­skipta­ráð hvetur Al­þingi til að sam­þykkja halla­laus fjár­lög en sam­kvæmt fjár­mála­á­ætlun Al­þingis verður það ekki gert fyrr en árið 2028.

Í um­sögn Við­skipta­ráðs við fjár­laga­frum­varpi Sigurðar Inga Jóhanns­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, eru lagðar fram til­lögur um hvernig megi leysa þennan halla­rekstur ríkisins.

Ís­lenska ríkið gerir ráð fyrir að reka sig með halla sem nemur um 41 milljarði króna á næsta ári en það árið verður jafn­framt sjöunda árið í röð sem ríkis­sjóður er rekinn með halla. Þetta á sér stað sam­hliða því að tekju­vöxtur sam­hliða upp­gangi í hag­kerfinu hefur verið mikill hér­lendis.

„Halla­rekstur ríkis­sjóðs eykur verð­bólgu­þrýsting og hamlar lækkun vaxta, heimilum og fyrir­tækjum til ó­heilla. Við­skipta­ráð fagnar því að að­halds­stig ríkis­fjár­mála fari vaxandi. En betur má ef duga skal. Að mati ráðsins er tíma­bært að stjórn­völd leggi fram halla­laus fjár­lög. Lokun fjár­laga­gatsins leiðir til minni verð­bólgu og lægri vaxta­byrði fyrir heimili, fyrir­tæki og ríkis­sjóð.”

Við­skipta­ráð leggur til að fjár­laga­gatinu verði lokað með til­tekt í út­gjöldum en illa hefur gengið að þeirra mati að vinda ofan af út­gjalda­aukningu sem stofnað var til í heims­far­aldri og skattar hér á landi eru þegar háir í al­þjóð­legum saman­burði.

Við­skipta­ráð bendir jafn­framt á að verð­bólga undan­farinna ára hefur virkað sem við­bótar­skattur í raun sem rýrir verð­gildi tekna og eigna Ís­lendinga. „Svig­rúm til skatta­hækkana er því tak­markað,” segir í um­sögn ráðsins.

Við­skipta­ráð leggur fram níu til­lögur sem loka fjár­laga­gatinu og bæta af­komu ríkis­sjóðs um 47,5 milljarða á næsta ári. Til­lögurnar draga ekki úr fjár­veitingum til mennta-, heil­brigðis- og öldrunar­þjónustu, eða al­manna­öryggis- og sam­göngu­mála.

„Fjár­laga­gatinu er því lokað með að­haldi og breyttri um­gjörð á öðrum sviðum. Þannig verður ríkis­sjóður rekinn með 6,5 milljarða króna af­gangi í stað 41 milljarðs króna halla nái til­lögurnar fram að ganga,” segir í um­sögninni.

Hægt er að lesa til­lögur Við­skipta­ráðs hér.