Fjarskiptastofa vekur athygli á því að nú styttist í að eldri farsímaþjónustu, 2G (GSM) og 3G, verði lokað hér á landi. Greint var fyrst frá málinu í febrúar 2022 þegar stofnunin efndi til opins samráðs um áætlun farsímafyrirtækja varðandi lokun þjónustunnar.

Þar kom fram að farsímafyrirtækin hygðust öll loka 2G og 3G þjónustum sínum í síðasta lagi fyrir árslok 2025. Fjarskiptastofa tekur fram að ákvörðun um tímasetningu lokunar 2G og 3G þjónustu sé tekin af viðkomandi fjarskiptafélögum.

Fjarskiptastofa vekur athygli á því að nú styttist í að eldri farsímaþjónustu, 2G (GSM) og 3G, verði lokað hér á landi. Greint var fyrst frá málinu í febrúar 2022 þegar stofnunin efndi til opins samráðs um áætlun farsímafyrirtækja varðandi lokun þjónustunnar.

Þar kom fram að farsímafyrirtækin hygðust öll loka 2G og 3G þjónustum sínum í síðasta lagi fyrir árslok 2025. Fjarskiptastofa tekur fram að ákvörðun um tímasetningu lokunar 2G og 3G þjónustu sé tekin af viðkomandi fjarskiptafélögum.

„Staða málsins er nú sú að þegar hefur verið slökkt á hluta 2G og 3G þjónustu fjarskiptafélaganna á landinu, en markmið þeirra er að lágmarka neikvæð áhrif á viðskiptavini og því er þetta gert í áföngum,“ segir á heimasíðu Fjarskiptastofu.

Þá segir að öll félögin séu að draga úr þjónustu 3G og munu loka í árslok 2025. Nova mun loka á 2G í árslok 2024, Vodafone mun loka á 2G á miðju ári 2025 og Síminn lokar á 2G í árslok 2025.

Verið er að fasa út 2G/3G á heimsvísu og eru ferðamenn því hvattir til að kanna hvort símtæki þeirra virki í því landi sem fyrirhugað er að ferðast til. Þá sé til dæmis búið að loka á 2G/3G þjónustu í Bandaríkjunum.