Hæsti­réttur felldi í síðustu viku for­dæmis­gefandi dóma sem víkka út á­byrgð endur­skoðenda í tengslum við hluta­fjár­aukningar. Dómarnir marka tíma­mót en sam­kvæmt því sem Við­skipta­blaðið kemst næst er um að ræða fyrsta sinn á Norður­löndunum sem á­byrgð endur­skoðenda nær til hluta­fjár­aukningar.

Fyrir rúmri viku síðan komst Hæsti­réttur að þeirri niður­stöðu að endur­skoðandinn Rögn­valdur Dofri Péturs­son og BD30 ehf., áður endur­skoðunar- og ráð­gjafar­fyrir­tækið Ernst & Young ehf., þurfi að greiða þrota­búi Sam­einaðs Síli­kons rúmar 114 milljónir í skaða­bætur auk vaxta, vegna sér­fræði­skýrslu í tengslum við hluta­fjár­hækkun síðar­nefnda fé­lagsins í lok árs 2016.

Þrír aðrir dómar féllu sama dag sem lutu allir að að­komu Rögn­valdar og Ernst & Young að málum Sam­einaðs Síl­kon en Rögn­valdur var sýknaður í tveimur þeirra og sýknaður „að svo stöddu“ í einu þeirra.

Hæsti­réttur felldi í síðustu viku for­dæmis­gefandi dóma sem víkka út á­byrgð endur­skoðenda í tengslum við hluta­fjár­aukningar. Dómarnir marka tíma­mót en sam­kvæmt því sem Við­skipta­blaðið kemst næst er um að ræða fyrsta sinn á Norður­löndunum sem á­byrgð endur­skoðenda nær til hluta­fjár­aukningar.

Fyrir rúmri viku síðan komst Hæsti­réttur að þeirri niður­stöðu að endur­skoðandinn Rögn­valdur Dofri Péturs­son og BD30 ehf., áður endur­skoðunar- og ráð­gjafar­fyrir­tækið Ernst & Young ehf., þurfi að greiða þrota­búi Sam­einaðs Síli­kons rúmar 114 milljónir í skaða­bætur auk vaxta, vegna sér­fræði­skýrslu í tengslum við hluta­fjár­hækkun síðar­nefnda fé­lagsins í lok árs 2016.

Þrír aðrir dómar féllu sama dag sem lutu allir að að­komu Rögn­valdar og Ernst & Young að málum Sam­einaðs Síl­kon en Rögn­valdur var sýknaður í tveimur þeirra og sýknaður „að svo stöddu“ í einu þeirra.

Hæsti­réttur sló því föstu í öllum dómunum að þrota­búið væri rétti aðilinn til að krefjast bóta ef það teljist tjón þrota­búsins að hluta­fé sé ekki greitt með réttum hætti og að endur­skoðandi bæri á­byrgð á að stað­festa hluta­fjár­aukningar.

Rögn­valdur og E&Y voru þó einungis talin hafa sýnt af sér sak­næma hátt­semi í einu til­viki en rétturinn telur í öllum þremur dómunum að á­byrgðin sé til staðar. Til eru margir dómar hér­lendis sem stað­festa skaða­bóta­á­byrgð endur­skoðanda á öðrum at­vikum líkt og árs­reikninga­gerð en þessi dómur markar tíma­mót um að á­byrgð endur­skoðanda nái nú til þess að stað­festa hluta­fjár­hækkanir.

Á­skrif­endur geta lesið um­fjöllun Við­skipta­blaðsins um dómana fjóra og á­hrif þeirra hér.