Skipa­flutninga­risinn AP Møller-Mærsk mun segja upp tíu þúsund starfs­mönnum í hið minnsta á næstu dögum og setja á ráðningar­bann á heims­vísu.

Sam­kvæmt danska við­skipta­miðlinum Børsen hefur Mærsk nú þegar sagt upp 6.500 starfs­mönnum á árinu en eftir mikinn tekju­sam­drátt á þriðja árs­fjórðungi þarf skipa­fé­lagið að draga enn frekar úr kostnaði.

„Tekju­fallið var við­búið en nýjar markaðs­að­stæður krefjast að­gerða,“ sagði Vincent Clerc, for­stjóri Mærsk, á blaða­manna­fundi í morgun eftir að upp­gjör þriðja árs­fjórðungs var kynnt.

EBITDA- af­koma Mærsk fór úr 10,9 milljörðum Banda­ríkja­dala á þriðja árs­fjórðungi ársins 2022 í 1,9 milljarða á þessum árs­fjórðungi.

For­stjóri Mærsk segir tekju­sam­dráttinn ekki vera vegna þess að skipa­fé­lagið sé að flytja færri gáma heldur vegna þess að flutnings­verð sé orðið ein­stak­lega lágt, lægra en það var fyrir Co­vid- far­aldurinn.

„Við þurfum að vera til­búin í slaginn og að fara í gegnum erfiða tíma,“ sagði Clerc á fundinum.

Í byrjun árs störfuðu 110 þúsund manns hjá Maersk en sam­kvæmt Børsen voru þeir um 103.500 í nóvember. Eftir yfir­vofandi niður­skurð býst Maersk við því að spara um 600 milljónir dala í launa­kostnað árið 2024.