Kínverska fyrirtækið Pony AI segist ætla að stækka umfang bílaflota síns en félagið sérhæfir sig í sjálfkeyrandi bílum. Á vef WSJ segir að áætlun fyrirtækisins sé að skila hagnaði fyrir árið 2029.
James Peng, framkvæmdastjóri Pony AI, sagði í dag að fyrirtækið hygðist koma þúsund sjálfkeyrandi leigubílum á götur Kína á þessu ári og hátt í tíu þúsund á næstu þremur árum.
Pony AI er nú þegar með 300 sjálfkeyrandi leigubíla í Peking, Shanghai, Shenzhen og Guangzhou, þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru. Félagið hefur einnig hafið samstarf við stóra bílaframleiðendur í von um að stækka flotann sinn.
„Við hófum samstarf við Beijing Automotive Group, Guangzhou Automobile Group og Toyota Motor á síðasta ári og verðum tilbúnir með þrjár bílategundir sem verða tilbúnar á markað á þessu ári,“ segir Peng.
Pony AI er ekki eina kínverska fyrirtækið sem sérhæfir sig í framleiðslu sjálfkeyrandi bíla en nokkur þeirra hafa þegar reynt að færa út kvíarnar.