Tap Sjó­vá af vá­trygginga­samningum fyrir skatta nam 150 milljónum króna á öðrum árs­fjórðungi sem er tölu­verð breyting frá sama tíma­bili í fyrra þegar fé­lagið hagnaðist um 495 milljónir.

Tap af fjár­festinga­starf­semi fyrir skatta nam 317 milljónum sem er ögn betra en á öðrum fjórðungi í fyrra er tapið nam 415 milljónum.

Heildar­tap Sjó­vá á fjórðungnum nam því 434 milljónum króna í saman­burði við 69 milljóna tap á sama tíma­bili í fyrra.

Tap Sjó­vá af vá­trygginga­samningum fyrir skatta nam 150 milljónum króna á öðrum árs­fjórðungi sem er tölu­verð breyting frá sama tíma­bili í fyrra þegar fé­lagið hagnaðist um 495 milljónir.

Tap af fjár­festinga­starf­semi fyrir skatta nam 317 milljónum sem er ögn betra en á öðrum fjórðungi í fyrra er tapið nam 415 milljónum.

Heildar­tap Sjó­vá á fjórðungnum nam því 434 milljónum króna í saman­burði við 69 milljóna tap á sama tíma­bili í fyrra.

Samsetta hlutfallið yfir 100%

Á­vöxtun fjár­festingar­eigna í stýringu var 0,3% sem er ögn betra en -0,2% í fyrra.

Sam­setta hlut­fallið, sem er sú stærð sem helst er horft til í trygginga­rekstri, nam 101,8% í ár en 93,6% á öðrum fjórðungi í fyrra.

Sam­sett hlut­fall, sýnir hlut­fall kostnaðar af ið­gjöldum, en um er að ræða að­ferð sem sýnir hvernig rekstur vá­trygginga­hluta trygginga­fé­laga gengur. Ef hlut­fallið er 100% duga ið­gjöld til­tekins tíma­bils fyrir öllum gjöldum sama tíma­bils en ef hlut­fallið er yfir 100% standa ið­gjöld ekki undir kostnaði og tap er af vá­trygginga­rekstrinum.

Eðli málsins sam­kvæmt setja trygginga­fé­lög sér því mark­mið um að hlut­fallið sé undir 100%, því þá er af­gangur af vá­trygginga­rekstrinum.

„Al­mennt séð var tjóna­þróun hag­felld á fjórðungnum og betri en á­ætlanir gerðu ráð fyrir. Hins vegar hentu fjórir stórir brunar við­skipta­vini okkar á fjórðungnum. Eðli málsins sam­kvæmt hafa tjón sem þessi mikil á­hrif á af­komu þess fjórðungs sem þau lenda í en undir­liggjandi rekstur er mjög sterkur sem mildar á­hrifin að miklu leyti. Á­hrif bruna­tjóna á sam­sett hlut­fall á fjórðungnum nam 10 prósentu­stigum,” segir Her­mann Björns­son, for­stjóri Sjó­vá.

„Af­koma af fjár­festinga­starf­semi fyrir fjár­magns­liði var 61 m.kr. sem er undir væntingum en á­sættan­legt í ljósi markaðs­að­stæðna þar sem inn­lendir eigna­markaðir hafa verið af­leitir síðustu misseri. Allir eigna­flokkar, að undan­skildum skráðum hluta­bréfum, skiluðu já­kvæðri af­komu á fjórðungnum. Á­vöxtun skráðra hluta­bréfa var -3,6%, ríkis­skulda­bréfa 1,4%, annarra skulda­bréfa 2,1% og safnsins alls 0,3%. Í lok annars fjórðungs nam stærð eigna­safnsins 56,6 milljörðum,” segir Her­mann.

Töpuðu 13 milljónum á fyrri helmingi árs

Hagnaður Sjó­vá af vá­trygginga­samningum fyrir skatta nam 92 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins í saman­burði við 401 milljón krónur á sama tíma­bili í fyrra.

Hagnaður af fjár­festingar­starf­semi fyrir skatta var 46 milljónir króna sem er lækkun úr 397 milljónum á fyrri helmingi árs 2023.

Sjó­vá tapaði 13 milljónum króna á fyrri helmingi árs sem er tölu­vert verru afkoma en í fyrra þegar Sjó­vá hagnaðist um 566 milljónir á fyrri helmingi ársins.

Á­vöxtun fjár­festingar­eigna í stýringu 1,5% en var 1,4% í fyrra. Sam­sett hlut­fall

Sam­sett hlut­fall á fyrstu sex mánuðum ársins er 99,4%. Í árs­hluta­upp­gjörinu segir Sjó­vá að horfur fyrir árið 2024 séu ó­breyttar og gera megi ráð fyrir að af­koma af vá­trygginga­samningum verði um 1.100-1.600 m.kr. og sam­sett hlut­fall 95-97%.

„Þegar horfur fyrir 2024 eru metnar verður að taka til­lit til stórra bruna­tjóna sem hent hafa okkar við­skipta­vini það sem af er ári. Okkar á­ætlanir gera ráð fyrir stórum tjónum sem nú hafa raun­gerst á fyrstu 6 mánuðum ársins. Einnig verður að líta til þess að undir­liggjandi rekstur á fyrstu 6 mánuðum er afar sterkur og um­fram væntingar. Horfur fyrir árið 2024 eru ó­breyttar og er af­koma af vá­trygginga­samningum því enn á­ætluð 1.100-1.600 m.kr. og sam­sett hlut­fall á bilinu 95-97%. Að ó­breyttu má reikna með að niður­staðan verði í neðri mörkum í af­komu og efri mörkum í sam­settu hlut­falli. Horfur til næstu 12 mánaða eru einnig ó­breyttar og gera ráð fyrir að af­koma af vá­trygginga­samningum verði um 1.100-1.600 m.kr. og sam­sett hlut­fall 95-97%. Gangi þessar horfur eftir verður að telja þá niður­stöðu mjög vel við unandi,” segir Her­mann.