Eiríkur Magnús Jensson fjármálastjóri Kviku segir söluna á TM-tryggingum, sem og vel heppnuð skuldabréfaútgáfa bankans í sænskum krónum í lok maí, gera bankanum kleift að vera með breiðara vöruframboð þegar kemur að lánsfjármögnun fyrirtækja og einstaklinga.
Í lok maí greindi Kvika markaðinum frá því að bankinn hefði stækkað skuldabréfaflokk í sænskum krónum um 500 milljónir sænskra króna eða sem nemur tæplega 7 milljörðum íslenskra króna. Upphaflega útgáfan nam 275 milljónum sænskra króna og er heildarstærð flokksins eftir útgáfuna því 775 milljónir sænskra króna.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði