Ei­­ríkur Magnús Jens­­son fjár­­mála­­stjóri Kviku segir söluna á TM-tryggingum, sem og vel heppnuð skulda­bréfa­út­­gáfa bankans í sænskum krónum í lok maí, gera bankanum kleift að vera með breiðara vöru­­fram­­boð þegar kemur að láns­fjár­­mögnun fyrir­­­tækja og ein­stak­linga.

Í lok maí greindi Kvika markaðinum frá því að bankinn hefði stækkað skulda­bréfa­­flokk í sænskum krónum um 500 milljónir sænskra króna eða sem nemur tæp­­lega 7 milljörðum ís­­lenskra króna. Upp­­haf­­lega út­­gáfan nam 275 milljónum sænskra króna og er heildar­­stærð flokksins eftir út­­gáfuna því 775 milljónir sænskra króna.

Skulda­bréfin, sem bera fljótandi vexti og hafa loka­­gjald­­daga í maí 2026, voru seld á kjörum sem jafn­­gilda 240 punkta á­lagi á þriggja mánaða milli­­banka­vexti í sænskum krónum.

Arion banki gaf út al­­menn skulda­bréf að fjár­hæð 300 milljónir evra til 4,5 ára. Skulda­bréfin bera 4,625% fasta vexti sem jafn­­gilda 175 punkta á­lagi yfir milli­­banka­­vöxtum í evrum.

„Við vorum já­­kvæð gagn­vart því að auka út­­gáfuna en sögðum það þyrfti þá að vera í sam­ræmi við þau kjör sem hafa verið á skulda­bréfa­út­­gáfum hjá hinum bönkunum. Við vorum að gefa út á 400 punktum á síðasta ári þannig að þessi út­­gáfa á jafn­­gildi 240 punkta er lækkun um 160 punkta,“ segir Ei­­ríkur.

Á­skrif­endur geta lesið við­tal Við­skipta­blaðsins við Ei­rík um söluna á TM og fjár­mögnun bankans hér.