Tóbaksbúðin Björk hefur opnað nýja verslun í Síðumúla 13 í Reykjavík. Björk, sem rekur einnig verslun að Bankastræti 6, sérhæfir sig í sölu á vindlum, tóbaki, pípum og svo til öllu sem tengja má við tóbak.
Í nýju versluninni er að finna úrval af þekktustu vindlamerkjum heims. Einnig hefur verslunin mesta úrval landsins á Zippo kveikjurum og Riedel vínglösunum.
„Viðtökurnar hafa verið góðar fyrstu dagana og viðskiptavinir hafa verið mjög áhugasamir. Þetta er goumet verslun fyrir tóbaksfólk. Það hefur verið vöntun á svona verslun hér á landi,“ segir Trausti Reynisson, rekstrarstjóri Bjarkar.