Perroy, umboðsaðili Nespresso á Íslandi, opnaði sína fyrstu Nespresso verslun á Íslandi í Kringlunni í nóvember 2017. Fram að þeim tíma hafði fjöldi íslenskra kaffiunnenda verið að birgja sig upp af Nespresso kaffihylkjum í utanlandsferðum.

Perroy, umboðsaðili Nespresso á Íslandi, opnaði sína fyrstu Nespresso verslun á Íslandi í Kringlunni í nóvember 2017. Fram að þeim tíma hafði fjöldi íslenskra kaffiunnenda verið að birgja sig upp af Nespresso kaffihylkjum í utanlandsferðum.

Spurður um aðdraganda þess að félagið tryggði sér upphaflega sérleyfissamning við Nespresso, segir Jónas Hagan Guðmundsson, stjórnarformaður og einn eigenda Perroy, að þetta hafi verið draumur sinn og eiginkonu sinnar, Jóhönnu Sævarsdóttur, en þau voru búsett í Sviss á sínum tíma.

„Við áttum í viðræðum við Nespresso í hátt í fjögur ár þangað til okkur tókst loksins að sannfæra þá um að það hægt væri að stunda þennan rekstur á Íslandi. Þeim fannst þetta frekar lítill markaður. Viðtökurnar voru hins vegar frábærar og þetta hefur gengið frábærlega vel.“

Félagið opnaði í kjölfarið verslun í Smáralind í maí 2019 og á Glerártorgi á Akureyri í nóvember 2021. Á síðastliðnum þremur árum hefur Perroy einnig verið að styrkja sig á sviði fyrirtækjalausna.

„Við erum komin með mjög háa markaðshlutdeild á Íslandi og endurvinnsluhlutfallið er með því hæsta sem þekkist. Þá erum við komin með ansi mikið af fyrirtækjum og stofnunum sem gerðu sér grein fyrir því hvað það er gott að gera vel við starfsmennina sína með góðu kaffi.

Þetta er frábær vara og vel er staðið að öllu gæðaferlinu, alveg niður til kaffibændanna. Þetta eru kaffibaunir í hæsta gæðaflokki sem þeir kaupa og mala. Það er þess vegna sem fólk fattar strax í fyrsta sinn sem það prófar kaffið hvar gæðin liggja í þessu. Auðvitað skemmir ekki fyrir að endurvinnsluhlutfallið á Íslandi er með því hæsta í heiminum. Þetta hjálpast allt að.“

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun um útrás Perroy til Finnlands í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast greinina í heild sinni hér og efni úr blaðinu hér.