Stafrænt Ísland hefur samið við tólf hugbúnaðarfyrirtæki um áframhaldandi þróun stafrænna innviða og Ísland.is eftir rammasamningsútboð. Þetta er í þriðja sinn sem þessi vinna er boðin út. Gert er ráð fyrir að nýr rammasamningur taki formlega gildi í júní.

Nálgast má lista yfir hugbúnaðarfyrirtækin neðst í fréttinni.

Rammasamningur Stafræns Íslands virkar þannig að aðilar á einkamarkaði bjóða fram krafta sína og sérfræðiþekkingu til þátttöku í þróunarverkefnum og stafvæðingu hins opinbera í samstarfi við Stafrænt Ísland.

Hægt var að bjóða fram alhliðateymi, sem 23 aðilar gerðu, og vefteymi, en 14 fyrirtæki buðu slík teymi fram.

„Aðferðafræði útboðsins, að bjóða fram þekkingu en ekki í tiltekið verk, er árangursrík leið í opinberum innkaupum sem notuð hefur verið undanfarin ár og hafa opinberir innkaupaaðilar erlendis frá sýnt ferlinu mikinn áhuga,“ segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins.

Allir bjóðendur uppfylltu grunnhæfniskröfur kröfurnar og fengu boð um þátttöku, eða 22 alhliðateymi og 14 vefteymi. Átta manna hæfnisnefndir hlýddu á kynningar teymanna og voru eftirfarandi hæfnisþættir metnir:

  • 25% Verð
  • 25% Hæfni teyma
  • 35% Kynning
  • 15% Gagnaskil

Fyrirtækin sem hlutu brautargengi

Alhliðateymi

  • 1x Internet ehf.
  • Advania
  • APRÓ
  • Aranja
  • Deloitte ehf.
  • Gangverk
  • Hugsmiðjan
  • Júní Digital ehf.
  • Origo ehf.
  • Revera

Vefteymi

  • 14island
  • Advania
  • APRÓ
  • Aranja
  • Deloitte ehf.
  • Gangverk
  • Hugsmiðjan
  • Itera ehf
  • Júní Digital ehf
  • Origo ehf

Gert er ráð fyrir að nýr rammasamningur taki formlega gildi í júní.