Tólf frambjóðendur hafa boðið sig fram til stjórnar Almenna lífeyrissjóðsins en tvö sæti í aðalstjórninni eru að losna. Rafræn kosning fer fram fram dagana 22. til 29. mars en yfir 50 þúsund sjóðfélagar hafa atkvæðisrétt, að því er segir í tilkynningu á vef Almenna.

Að þessu sinni eru laus sæti einnar konu og eins karls í stjórninni en samkvæmt reglum Almenna skal stjórnin skipuð þremur af hvoru kyni. Þriggja ára kjörtímabil Sigríðar Magnúsdóttur og Ólafs H. Jónssonar er að ljúka. Sigríður býður sig fram á ný en Ólafur sækist ekki eftir endurkjöri.

Frambjóðendur í stjórnarkjöri Almenna:

  • Aðalbjörn Þórólfsson
  • Albert Þór Jónsson
  • Guðmundur Fylkisson
  • Herdís Pála Pálsdóttir
  • Jóhann Sveinn Friðleifsson
  • Kristófer Már Maronsson
  • Lára Jónasdóttir
  • Magnús Davíð Norðdahl
  • Oddur Ólason
  • Sigríður Magnúsdóttir
  • Sólveig Stefánsdóttir
  • Valþór Druzin Halldórsson

Eingöngu sjóðfélagar gátu boðið sig fram. Úrslit kosninganna verða kynnt á ársfundi Almenna sem haldinn verður fimmtudaginn 30. mars á Grand Hótel Reykjavík kl. 17:15. Kynningarbréf og nánari upplýsingar má finna á vef Almenna.

Núverandi stjórn Almenna skipa:

  • Hulda Rós Rúriksdóttir, stjórnarformaður
  • Arna Guðmundsdóttir, varaformaður
  • Már Wolfgang Mixa
  • Ólafur H. Jónsson
  • Sigríður Magnúsdóttir
  • Þórarinn Guðnason