Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur hækkað tolla á kínverska rafbíla, sólarrafhlöður, stál og aðrar vörur. Aðgerðirnar eru sagðar vera í samræmi við stefnu bandarískra stjórnvalda um að vernda bandarísk störf.

Kínverjar hafa hins vegar gagnrýnt áformin og segja sérfræðingar að tollarnir séu að mestu leyti pólitískir til að tryggja atkvæði á kosningaári.

Tollarnir voru tilkynntir í dag og ná yfir tæplega 18 milljörðum dala af innfluttum vörum. Þeir koma einnig í kjölfar mánaðarlangrar gagnrýni Donald Trump, fyrrverandi forseta og forsetaframbjóðanda, sem hefur haldið því fram að stuðningur Joes Biden við rafbíla muni drepa bandaríska bílaiðnaðinn.

Samkvæmt gjaldskránni munu tollar á kínverska rafbíla hækka úr 25% í 100% og einnig hækka tollar á sólarrafhlöðum úr 25% í 50%. Tollar á stál- og álvörum munu þá þrefaldast úr 7,5% í 25%.

Wendy Cutler, fyrrum viðskiptafulltrúi Bandaríkjanna, sem starfar nú sem varaforseti Asia Society Policy Institute, segist trúa því að Bandaríkjamenn séu tilbúnir að samþykkja dýrari bíla í skiptum fyrir að vernda bandarísk fyrirtæki og störf.

„Við höfum séð þessa bíómynd áður. Þegar kemur að sólarorku, stáli, bílum og öðrum vörum þurfa Bandaríkin að komast undan kúrfunni. Þetta snýst allt um málamiðlanir og kannski verða bílar þegar í stað dýrari en þegar til lengri tíma er litið verðum við samkeppnishæfari fyrir vikið,“ segir Wendy.