Franska fyrirtækið Dassault Aviation gæti þurft að draga úr framleiðslu í verksmiðju sinni í Little Rock í Arkansas-ríki ef Donald Trump lætur eftir hótun sinni um að leggja 25% tolla á innflutning frá Evrópusambandinu.
Dassault Aviation framleiðir bæði orrustu- og einkaþotur en allar Falcon-þotur fyrirtækisins eru framleiddar í 1.700 manna verksmiðju í Little Rock, þar sem félagið hefur starfað síðan 1975.
Á vef WSJ segir að fyrirtækið hafi greint frá 30% söluaukningu en Eric Trappier, stjórnarformaður og forstjóri Dassault, segir endurkomu Donalds Trumps í Hvíta húsið vera mesta áhyggjuefni alþjóðlegra stjórnmála.
Trump sagði seint í febrúar að hann myndi leggja 25% tolla á ESB og fullyrti að 27 ríkja bandalagið hafi verið búið til með það markmið að eyðileggja fyrir Bandaríkjunum. Ef þeir tollar fara í gegn gæti Dassault þurft að draga úr framleiðslu og hækka verð á flugvélum sínum.