Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt að 25% innflutningstollur á vörum frá Kanada og Mexíkó taki gildi þann 4. mars næstkomandi og að 10% álag yrði lagt á vörur frá Kína taki gildi sama dag.
Þetta tilkynnti hann á samfélagsmiðli sínum Truth Social í dag en Financial Times greinir frá.
Trump hafði áður frestað gildistöku tollanna á Mexíkó og Kanada tímabundið, örfáum klukkustundum áður en þeir áttu að taka gildi í byrjun mánaðar. Að sögn Trumps hafa yfirvöld þar í landi ekki gert nóg til að hefta flæði fíkniefna, einna helst á fentanýli, yfir landamærin á þeim tíma, líkt og frestunin byggði á, og því verði tollarnir lagðir á.
Hvað Kína varðar hafði Trump áður lagt 10% viðbótartolla á innflutning, sem Kínverjar svöruðu í sömu mynt. Gert er ráð fyrir að sagan verði sú sama þegar 10% álagning bætist við í næstu viku. Þá sagði Trump að refsitollar gagnvart Kína taki gildi 2. apríl, líkt og áætlanir gerðu ráð fyrir.
Þá hótaði hann í gær að leggja 25% tolla á vörur frá Evrópusambandinu en ákvörðun þess efnis myndi liggja fyrir innan skamms. Evrópusambandið segist munu bregðast við óréttanlegum tollum af fullri hörku. Einnig hefur hann hótað