Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi í gær frá nýjum tollum sem taka eiga í gildi 1. ágúst nk. en 90 daga hlé, sem rennur út á morgun, var sett á hina upprunalegu tolla. Bandaríkjaforseti hefur tilkynnt stjórnvöldum í Japan og Suður-Kóreu að 25% tollar verði lagðir á vörur frá ríkjunum
Tollarnir eru nokkurn veginn þeir sömu og lagðir voru á ríkin í byrjun en í apríl tilkynnti Trump 25% tolla á Suður-Kóreu og 24% tolla á Japan.
Trump hefur einnig sent bréf til annarra ríkja þar sem greint er frá frekari tollum sem eiga að taka í gildi í byrjun ágúst, þar á meðal Malasíu (25%), Suður-Afríku (30%) og Serbíu (35%). Tollarnir lækkuðu hins vegar fyrir Kambódíu úr 49% í 36% og fyrir Laos fóru þeir úr 48% niður í 40%.
Í öllum bréfunum sem send voru út var einnig sagt að frekari samningaviðræður gætu verið í vændum og benti Trump á að ef þessi lönd breyttu um viðskiptastefnu myndi Bandaríkjastjórn íhuga að breyta innihaldi bréfsins.