Hlutabréfamarkaðir hafa verið óstöðugir undanfarið og þó að nýleg tollahækkun Bandaríkjanna gagnvart Kanada, Mexíkó og Kína hafi vakið athygli virðast áhyggjur af hægari hagvexti vera meginástæðan fyrir lækkunum á mörkuðum, samkvæmt Unhedged fréttabréfi Financial Times.

Á mánudag sást skýr áhersla á áhættufælni, þar sem varfærnar eignir hækkuðu á meðan hagsveiflutengdar eignir féllu.

Á þriðjudag hélt sveiflukenndur markaður áfram að skekkjast og það voru bankar sem töpuðu mest og lækkaði KBW-bankavísitalan um 4,5%.

Vísitalan inniheldur 24 stærstu bankana endurspeglar stöðu og þróun í bankageiranum og er oft notuð sem mælikvarði á heilsufar fjármálakerfisins, sérstaklega í tengslum við vaxtastig og hagvöxt en bandarískir bankar eru mjög háðir innlendum hagvexti. Þá þrengir þrýstingur á vaxtalækkanir að vaxtamörkum þeirra.

Vísitalan inniheldur 24 stærstu bankana endurspeglar stöðu og þróun í bankageiranum.

Hún er oft notuð sem mælikvarði á heilsufar fjármálakerfisins, sérstaklega í tengslum við vaxtastig og hagvöxt en bandarískir bankar eru mjög háðir innlendum hagvexti. Þá þrengir þrýstingur á vaxtalækkanir að vaxtamörkum þeirra.

Vísbendingar um væntanlegar vaxtalækkanir styrkja þessa sýn. Fjármálamarkaðir hafa í auknum mæli verðlagt tvær vaxtalækkanir til viðbótar í Bandaríkjunum í ár.

Að auki hefur gengi Bandaríkjadals lækkað verulega síðustu mánuði, sem er óvanalegt ef tollar væru helsta orsök óstöðugleikans.

Vanalega styrkir tollastefna gjaldmiðilinn, en í þessu tilfelli virðast væntingar um minni hagvöxt og lægri raunvexti draga dalinn niður.

Þessi þróun hefur einnig verið studd af nýjum merkjum um útgjaldaaukningu í Þýskalandi, sem gæti styrkt evruna gagnvart dalnum.

Svartsýni fjárfesta eykst

Að auki benda nýjustu mælingar á væntingum fjárfesta til svartsýni. Könnun bandarískra samtaka fyrir einstakra fjárfesta (AAII) sýnir að hlutfall þeirra sem eru bjartsýnir gagnvart markaðinum næstu sex mánuði hefur hrunið í -41 stig, sem er aðeins í þriðja sinn á síðustu 20 árum sem slík svartsýni hefur ríkt.

Sögulega hefur slíkt þýtt góður tími til að kaupa fyrir langtímafjárfesta, en það sem veldur áhyggjum nú er að hlutabréfaverð hefur ekki lækkað í sama mæli og í fyrri tilvikum.

Þar af leiðandi kunna markaðir enn að eiga eftir að leiðrétta sig frekar.

Óvissa vegna Doge og vinnumarkaðar

Á sama tíma veldur framtíð bandaríska vinnumarkaðarins áhyggjum í ljósi hugsanlegra breytinga á starfsemi hins opinbera.

Doge, ný stefna stjórnvalda um fækkun opinberra starfa gæti dregið úr ríkisútgjöldum en einnig leitt til atvinnumissis hjá allt að 1 milljón starfsmanna. Þar sem opinber rekstur hefur sjaldan verið drifkraftur atvinnuaukningar gæti þessi fækkun bitnað á vinnumarkaðnum án þess að endilega valda kreppu.

Þrátt fyrir að Doge gæti ekki sjálfkrafa framkallað samdrátt samkvæmt hinni svokölluðu Sahm-reglu, sem mælir atvinnuleysi í tengslum við kreppur, gæti umfangsmikill opinber niðurskurður haft neikvæð áhrif á svæði sem eru háð opinberum störfum, eins og Washington D.C. og herstöðvar Bandaríkjanna.

Elon Musk hefur farið fyrir DOGE-verkefninu.
Elon Musk hefur farið fyrir DOGE-verkefninu.
© EPA (EPA)

Ef þessi þróun leiðir til efnahagslegrar stöðnunar á sama tíma og verðbólga stendur enn yfir, gæti Seðlabanki Bandaríkjanna lent í erfiðri stöðu við að stýra hagkerfinu án þess að auka hættuna á stöðnun með verðbólgu (e. stagflation).

Það virðist því vera að þótt tollar hafi neikvæð áhrif á hagvöxt virðist markaðurinn frekar bregðast við almennri hægari efnahagsþróun en einangruðum tollaráðstöfunum.

Áframhaldandi lækkun bandaríska gjaldmiðilsins, dýpri svartsýni meðal fjárfesta og hætta á neikvæðum áhrifum Doge á vinnumarkaðinn benda til að sveiflur á mörkuðum muni halda áfram á næstu vikum.