Sjó­klæða­gerðin hf., móður­fé­lag 66° Norður, tapaði 366 milljónum króna í fyrra sam­kvæmt ný­birtum sam­stæðu­árs­reikningi fé­lagsins.

Rekstrar­tekjur sam­stæðunnar voru 6,571 milljarður króna miðað við 5,585 milljarða króna á árinu 2022, um er að ræða 18% tekju­vöxt á milli ára í að­stæðum sem fé­lagið segir krefjandi vegna hárrar verð­bólgu og hás vaxta­stigs.

Eigið fé fé­lagsins í árs­lok nam um tveimur milljörðum króna og voru eignir metnar á 8,2 milljarða. Fé­lagið mun ekki greiða út arð í ár.

Sjó­klæða­gerðin hf., móður­fé­lag 66° Norður, tapaði 366 milljónum króna í fyrra sam­kvæmt ný­birtum sam­stæðu­árs­reikningi fé­lagsins.

Rekstrar­tekjur sam­stæðunnar voru 6,571 milljarður króna miðað við 5,585 milljarða króna á árinu 2022, um er að ræða 18% tekju­vöxt á milli ára í að­stæðum sem fé­lagið segir krefjandi vegna hárrar verð­bólgu og hás vaxta­stigs.

Eigið fé fé­lagsins í árs­lok nam um tveimur milljörðum króna og voru eignir metnar á 8,2 milljarða. Fé­lagið mun ekki greiða út arð í ár.

„Þrátt fyrir krefjandi tíma sem hefur á­hrif á kaup­mátt neyt­enda þá birtist tekju­aukningin í helstu dreifi­leiðum, verslunum, heild­verslun og net­verslun,“ segir í til­kynningu frá fé­laginu.

Um­tals­verð tekju­aukning varð í al­þjóð­legri smá­sölu hjá fé­laginu á árinu 2023 sem skýrist fyrst og fremst vegna opnunar verslunar 66°Norður á Regent Street í London en hún var opnuð í desember árið 2022.

„Árið 2023 var far­sælt fyrir 66°Norður þar sem við sáum heil­brigðan vöxt á öllum okkar mörkuðum og allar dreifi­leiðir okkar skiluðu um­tals­verðum vexti. Á­hersla var á á­fram­haldandi fjár­festingar í fólki, inn­viðum og vöru­merkinu til að styðja við frekari vöxt. Til að styrkja fé­lagið enn frekar í sókn þess er­lendis höfum við verið að efla stjórn­enda­t­eymi okkar enn frekar með því að ráða inn fólk hér á landi og er­lendis sem býr yfir um­tals­verðri al­þjóð­legri reynslu og þekkingu. Hluti þessa hóps verður stað­settur á skrif­stofu fé­lagsins í Kaup­manna­höfn,“ segir Helgi Rúnar Óskars­son, eig­andi og for­stjóri Sjó­klæða­gerðarinnar hf.

Sölu­tekjur á Ís­landi voru 15% meiri árið 2023 miðað við árið 2022 og jókst sala á netinu um 15% á milli ára.

„Ís­land er og verður á­vallt okkar mikil­vægasti markaður enda eru rætur vöru­merkisins hér á Ís­landi og eru sam­ofnar ís­lenskri at­vinnu­sögu, menningu og náttúru. Við erum að stækka mest á er­lendri grundu og þar liggja vaxtar­tæki­færin. Kjarninn í okkar starf­semi er á­byrgð og fag­mennska þar sem við hlúum að okkar góða fólki í verk­smiðjum okkar og starfs­stöðvum á Ís­landi, Dan­mörku, Lett­landi, Bret­landi og Banda­ríkjunum. Okkar fókus er núna sem endra­nær að bjóða Ís­lendingum upp á fram­úr­skarandi vörur og þjónustu og á sama tíma að byggja upp skalan­lega starf­semi fyrir frekari vöxt á er­lendri grundu,“ segir Helgi.