Hlutabréfaverð Íslandsbanka hefur haldist nokkuð stöðugt í morgun þrátt fyrir töluverða veltu í fyrstu viðskiptum dagsins.
Við opnun markaða var tilkynnt um utanþingsviðskipti með 180.557 hluti á genginu 117,5 krónur. Samsvarar það um 21,2 milljóna króna viðskipti.
Kl. 09:41 var tilkynnt um viðskipti með 500.000 hluti á genginu 118 krónur á hlut. Um 59 milljóna króna viðskipti er því að ræða
Kl. 09:44 fóru fram enn stærri viðskipti, þar sem 1.000.000 hlutum var skipt á sama verði, 118 krónur. Samsvarar það um 118 milljónum króna.
Heildarvelta þessara þriggja viðskipta er tæplega 200 milljónir en heildarvelta dagsins er rúmlegar 300 milljónir.
Gengi bréfanna hafa verið nokkuð stöðug og sveiflast milli 117,5 króna og 118 króna í viðskiptum dagsins.
Alls hafa 79 viðskipti með bréf bankans farið fram þegar þetta er skrifað.
Heildavelta með bréf bankans síðustu tvo daga eftir að fjárfestar sem tóku þátt í útboði ríkisins nálgast nú um 17 milljarða.