Hluta­bréfa­verð Ís­lands­banka hefur haldist nokkuð stöðugt í morgun þrátt fyrir tölu­verða veltu í fyrstu við­skiptum dagsins.

Við opnun markaða var til­kynnt um utan­þings­við­skipti með 180.557 hluti á genginu 117,5 krónur. Sam­svarar það um 21,2 milljóna króna við­skipti.

Kl. 09:41 var til­kynnt um við­skipti með 500.000 hluti á genginu 118 krónur á hlut. Um 59 milljóna króna við­skipti er því að ræða

Kl. 09:44 fóru fram enn stærri við­skipti, þar sem 1.000.000 hlutum var skipt á sama verði, 118 krónur. Sam­svarar það um 118 milljónum króna.

Heildar­velta þessara þriggja við­skipta er tæp­lega 200 milljónir en heildar­velta dagsins er rúm­legar 300 milljónir.

Gengi bréfanna hafa verið nokkuð stöðug og sveiflast milli 117,5 króna og 118 króna í við­skiptum dagsins.

Alls hafa 79 við­skipti með bréf bankans farið fram þegar þetta er skrifað.

Heilda­velta með bréf bankans síðustu tvo daga eftir að fjár­festar sem tóku þátt í út­boði ríkisins nálgast nú um 17 milljarða.