Tekjur Eim­skips á þriðja árs­fjórðungi námu 202,0 milljónum evra og lækkuðu um 90,2 milljónir evra eða 31% saman­borið við þriðja árs­fjórðung 2022. Hagnaður eftir skatta nam 16,6 milljónum evra saman­borið við 28,1 milljón evra á sama tíma­bili 2022.

Í upp­gjöri skipa­fé­lagsins segir að þetta sé einkum vegna lægri al­þjóð­legra flutnings­verða og sam­dráttar í flutnings­magni í á­ætlunar­flutningum.

„Nokkuð góður fjórðungur í á­ætlunar­siglingum þrátt fyrir tölu­verðar rekstrar­legar á­skoranir í fjórðungnum. Á­fram­haldandi sterkur inn­flutningur til Ís­lands sem er drifinn af miklum um­svifum í hag­kerfinu,“ segir í Kaup­hallar­til­kynningu fé­lagsins.

Þá segir einnig að skörp lækkun á Trans-Atlantic flutningsverðum frá fyrra ári setji svip sinn á heildarniðurstöðuna.

Tekjur Eim­skips á þriðja árs­fjórðungi námu 202,0 milljónum evra og lækkuðu um 90,2 milljónir evra eða 31% saman­borið við þriðja árs­fjórðung 2022. Hagnaður eftir skatta nam 16,6 milljónum evra saman­borið við 28,1 milljón evra á sama tíma­bili 2022.

Í upp­gjöri skipa­fé­lagsins segir að þetta sé einkum vegna lægri al­þjóð­legra flutnings­verða og sam­dráttar í flutnings­magni í á­ætlunar­flutningum.

„Nokkuð góður fjórðungur í á­ætlunar­siglingum þrátt fyrir tölu­verðar rekstrar­legar á­skoranir í fjórðungnum. Á­fram­haldandi sterkur inn­flutningur til Ís­lands sem er drifinn af miklum um­svifum í hag­kerfinu,“ segir í Kaup­hallar­til­kynningu fé­lagsins.

Þá segir einnig að skörp lækkun á Trans-Atlantic flutningsverðum frá fyrra ári setji svip sinn á heildarniðurstöðuna.

Gjörbreyttar markaðsaðstæður

Rekstrar­gjöld námu 167,5 milljónum evra og lækkuðu um 75,1 milljón evra eða 31% frá síðasta ári. Mun þetta einkum vera vegna veru­legrar lækkunar í kostnaði við að­keypta flutnings­þjónustu sem drifin er af lægri al­þjóð­legum flutnings­verðum.

EBITDA nam 34,5 milljónum evra sem er lækkun um 15,1 milljón frá met­fjórðungi á fyrra ári en aftur á móti var EBITDA fram­legð sam­bæri­leg við fyrra ár.

Af­koma hlut­deildar­fé­laga nam 4,4 milljónum evra í fjórðungnum sem er aukning um 0,5 milljónir evra frá síðasta ári.

„Við skiluðum góðri af­komu í fjórðungnum, á markaði sem hefur náð jafn­vægi eftir mjög ó­venju­legt tíma­bil sem ein­kenndist af gríðar­legum sveiflum á al­þjóð­legum flutninga­mörkuðum. Þessar markaðs­breytingar sjást greini­lega á þeirri veru­legu lækkun sem við sáum bæði á tekjum og kostnaði frá fyrra ári. Þrátt fyrir þessar gjör­breyttu markaðs­að­stæður, höfum við náð að halda góðri fram­legð með því að ein­blína á fram­úr­skarandi þjónustu, skil­virkt kostnaðar­að­hald, kvika inn­kaupa­stýringu gagn­vart flutnings­birgjum og virka sölu­stýringu,“ segir Vil­helm Már Þor­steins­son for­stjóri Eim­skips.

„Niður­staðan er EBITDA sem nemur 35,4 milljónum evra í fjórðungnum, sem er um­tals­verð lækkun frá 49,6 milljónum evra á sama fjórðungi síðasta árs, en við vorum með­vituð um að af­koman á síðasta ári var ó­venju­lega sterk og höfðu ytri að­stæður þar mikið að segja. Aftur á móti, ef við lítum lengra aftur og berum nú­verandi af­komu saman við af­komu fé­lagsins fyrir Co­vid, sést að við höfum náð miklum árangri í að bæta grunn­reksturinn,” bætir hann Vil­helm við.

„Krefjandi að reka skipa­fé­lag í ó­blíðum að­stæðum”

Hand­bært fé frá rekstri nam 29,3 milljónum evra sem er lækkun um 7,9 milljónir evra frá sama fjórðungi síðasta árs, einkum vegna breytinga á EBITDA.

„Sterk lausa­fjár­staða í lok tíma­bilsins með hand­bært fé að fjár­hæð 47,1 milljónum evra saman­borið við 46,6 milljónir evra á sama tíma í fyrra. Heildar við­halds- og ný­fjár­festing í sam­ræmi við á­ætlanir fyrir fyrstu níu mánuði ársins og nam 34,0 milljónum evra saman­borið við 20,6 milljónir evra fyrir fyrstu níu mánuði 2022,“ segir í upp­gjörinu.

Launa­kostnaður jókst um 1,7 milljón evra eða 5,1% vegna launa­hækkana en á móti vega já­kvæð gengis­á­hrif um 0,7 milljónir evra.

„Það er krefjandi að reka skipa­fé­lag í ó­blíðum að­stæðum Norður-At­lants­hafsins og ýmis rekstrar­leg at­vik sem rekja má til veður­að­stæðna eru því miður hluti af okkar dag­lega rekstri. Við höfum ekki lagt það í vana okkar að fjalla sér­stak­lega um slík at­vik, en hins vegar litaðist þriðji árs­fjórðungur að þessu sinni af ó­venju miklum rekstrar­legum á­skorunum, þegar tvö lykil­skip í siglingar­kerfinu urðu fyrir al­var­legum bilunum á sama tíma og tvö skip fóru í reglu­bundna slipp­töku. Þetta gerði það að verkum að tíma­bundið dró út af­kasta­getu og jafn­vægi í gáma­siglinga­kerfinu sem hafði á­hrif á þjónustu­stig og olli tekju­tapi á­samt kostnaði tengdum til­færslum skipa og auknum gáma­kostnaði,” segir Vilhelm.

Tekjur drógust saman um 23% á fyrstu níu

Á fyrstu níu mánuðum ársins námu tekjur Eim­skips 626 milljónum evra, sem er lækkun um 189 milljónir eða 23% saman­borið við sama tíma­bil síðasta árs.

Rekstrar­kostnaður á fyrri árs­helming nam 525 milljónum evra og lækkar um 165 milljónir evra saman­borið við fyrstu níu mánuði síðasta árs.

EBITDA nam 101 milljónum evra saman­borið við 125 milljónir evra á sama tíma­bili síðasta árs, sem er lækkun um 24 milljónir evra.

Hagnaður eftir skatta nam 46,1 milljónum evra, saman­borið við 63,5 milljóna hagnað á sama tíma­bili 2022.

„Ef litið er fram hjá þessum rekstrar­legu truflunum vorum við heilt yfir á­nægð með magnið í á­ætlunar­siglinga­kerfinu. Þó er undan­tekning í flutningum í Trans-At­lantic bæði vegna sam­dráttar á markaði vegna minni inn­flutnings til Banda­ríkjanna og hefð­bundnum árs­tíðar­á­hrifum þar sem út­flutningur frá Evrópu dregst al­mennt saman yfir sumar­leyfis­tímann. Þetta er breyting frá síðustu tveimur árum sem ein­kenndust af um­fram­flæði flutnings­magns í Co­vid. Inn­flutningur til Ís­lands var á­fram sterkur í fjórðungnum og út­flutningur frá Ís­landi tók við sér eftir ró­legt sumar sam­hliða auknum fisk­veiðum og fram­leiðslu á eldis­laxi. Magn í Fær­eyjum var á­gætt þrátt fyrir að inn­flutningur til Fær­eyja sé heilt yfir minni en á sama tíma í fyrra og sú aukning í eldis­laxi sem vænst var hafi ekki raun­gerst. Í Noregi var árs­tíðar­bundin lág­deyða í út­flutningi á hvít­fiski sem varði helst til lengur en vænst var, en nú í fjórða árs­fjórðungi höfum við séð magnið taka við sér.

Al­þjóð­lega flutnings­miðlunin okkar skilaði góðri af­komu og sterkri fram­legð þrátt fyrir veru­legar breytingar á markaðs­að­stæðum þar sem al­þjóð­leg flutnings­verð eru mun lægri en á sama tíma í fyrra. Innan­lands­starf­semi í land­flutningum og vöru­húsa­þjónustu skilaði góðri niður­stöðu í fjórðungnum, sem drifin var af um­svifum í hag­kerfinu og auknu jafn­vægi í land­flutninga­kerfinu sam­hliða auknum fisk­veiðum. Við höldum á­fram að þróa um­boðs­þjónustu við skip á okkar heima­markaði og nutum góðs af met­ver­tíð í komum skemmti­ferða­skipa þetta árið, bæði á Ís­landi og Græn­landi,” segir Vil­helm Már Þor­steins­son for­stjóri Eim­skips.