Rekstrar­hagnaður og tekjur Porsche AG drógust saman á fyrstu níu mánuðum ársins í saman­burði við árið á undan sam­kvæmt ný­birtu árs­hluta­upp­gjöri bíla­fram­leiðandans.

Sam­kvæmt upp­gjörinu, sem The Wall Street Journalgreinir frá, gengur Porsche illa að raf­væða flotann en einnig eru tölu­verð vand­ræði hjá bíla­fram­leiðandanum í Kína.

Þýski sport­bíla­fram­leiðandinn seldi 226.026 bíla fyrir alls 28,56 milljarða evra á fyrstu níu mánuðum ársins. Mun það vera um 6,9% færri bílar en í fyrra og um 5,2% minni tekjur.

Lutz Meschke, vara­for­maður stjórnar fé­lagsins, segir í upp­gjörinu að þriðji árs­fjórðungurinn hafi verið sá slakasti á árinu en eftir­spurn eftir Porsche-bif­reiðum í Kína hefur verið að dragast saman.

Rekstrar­hagnaður Porsche dróst saman um 27% miðað við fyrstu níu mánuði ársins 2023 og nam 4 milljörðum evra á tíma­bilinu.

Meschke segir þó í upp­gjöri að fjórði árs­fjórðungurinn líti betur út og að bíla­fram­leiðandinn sé til­búinn að „bruna yfir enda­markið.“