Sala Tesla á raf­bílum innan Evrópu­sam­bandsins dróst saman í febrúar, annan mánuðinn í röð, þrátt fyrir aukna eftir­spurn eftir raf­bílum.

Sam­kvæmt gögnum Evrópu­sam­taka bif­reiða­fram­leiðenda (ACEA) féllu nýskráningar Tesla-bíla um 47% í febrúar miðað við sama mánuð í fyrra og námu 11.743 bílum. Á sama tíma jókst sala raf­bíla í heild um 24%.

Hrun í sölu Tesla í janúar leiddi til lækkunar á hluta­bréfa­verði fyrir­tækisins á síðasta ári, en gengi þess hefur haldið áfram að falla.

Lík­legt er að endur­bætur á fram­leiðslulínum í Berlín, þar sem verið er að undir­búa fram­leiðslu á endur­hönnuðu Model Y-sport­jeppanum, hafi haft áhrif á fram­boð og skapað óvissu hjá kaup­endum.

Gögn ACEA sýna að heildar­fjöldi nýskráðra bíla í Evrópu féll um 3,4% í febrúar.

Sala raf- og ten­gilt­vinn­bíla jókst, en það dugði ekki til að vega upp á móti minnkandi eftir­spurn eftir bensín- og dísil­bílum. Volkswa­gen og Renault skiluðu mestri aukningu í mánaðar­legum nýskráningum, en Stellantis tapaði mest.

Gengi Tesla hækkaði verulega í gær

Hluta­bréf í Tesla hafa hækkað lítil­lega í fram­virkum við­skiptum í morgun en gengi félagsins tók hins vegar stökk upp á við í gær.

Hluta­bréf Tesla hækkuðu um 11,9% og leiddi félagið hækkanir í S&P 500-vísitölunni.

Hækkunin kemur í kjölfar starfs­manna­fundar hjá Tesla, þar sem Elon Musk, for­stjóri fyrir­tækisins, full­yrti að fjár­festar van­metu framtíðar­mögu­leika sjálf­keyrandi tækni og vél­menna­verk­efna fyrir­tækisins.

Þá greindi Tesla einnig frá því að sjálf­virka akstur­sað­stoðar­kerfi fyrir­tækisins yrði virkjað í Kína um leið og leyfi fengist frá stjórn­völdum.