Við könnumst flest við gervigreindarlausnir á borð við ChatGPT, Gemini, Codex (Copilot) og fjölmarga aðra spjallþjóna sem nota skýjalausnir til þess að búa til upplýsingar, myndefni, tónlist og nánast óteljandi aðra hluti. Þróun gervigreindar hefur verið með ólíkindum hröð síðustu misseri og ekkert lát á. Sumir hafa áhyggjur á meðan aðrir hafa nýtt sér þetta til hins ítrasta nú þegar og geta ekki beðið eftir næstu möguleikum.

Framboð á tölvum með gervigreindarörgjörvum hefur margfaldast á síðustu mánuðum og tæknirisinn Lenovo hefur verið leiðandi í þeirri þróun með nýjustu tölvunum sínum. Þær bjóða upp á gervigreindarörgjörva sem vinna verkefnin í sjálfri tölvunni en ekki í skýinu. Þinn eigin innbyggði aðstoðarmaður.

Björn Gunnar Birgisson, vörustjóri Lenovo hjá Origo Lausnum fer yfir þessa nýju tækni frá Lenovo og hvernig þú getur fengið það mesta úr samspili gervigreindar og hágæða búnaðar.

Hvernig virkar tæknin á mannamáli?

Copilot tölvurnar frá Lenovo eru búnar öflugum örgjörvum sem hafa svokallaða gervigreindarkjarna. Í stuttu máli, þá er gervigreindin innbyggð í tölvuna sjálfa og því er ekki nauðsynlegt að tengjast skýjaþjónustum, eins og þegar gervigreindarlausnir á borð við ChatGPT eru notaðar. Það hefur í för með sér aukið gagnaöryggi og minni hætta er á því að trúnaðargögn fari á flakk. Notendur geta því nýtt sér gervigreindina án nettengingar hvar og hvenær sem er.

Copilot tölvurnar frá Lenovo eru búnar öflugum örgjörvum sem hafa svokallaða gervigreindarkjarna.

Hvaða kosti hefur þessi tækni fyrir notendur?

Það má ímynda sér að gervigreindin sé innbyggður aðstoðarmaður sem fer aldrei að sofa. Hún gerir alla vinnu og almenna tölvunotkun þægilegri og skilvirkari. Kerfi á borð við Office pakkann, Teams, vírusvarnir og fleiri eru t.a.m keyrð undir gervigreindarhluta tölvunnar og hafa því minni áhrif á afköst hennar.

Gervigreindin getur til dæmis:

  • Greint texta, lagfært þá og gert þá skýrari.
  • Gefið notendum stutta samantekt á löngum textum.
  • Skapað myndskreytta kynningu í Powerpoint út frá punktum sem notendur hafa hripað niður.
  • Haldið utan um dagatal notenda og hjálpað til við skipulagningu.
  • Fundið efni og skrár hraðar en venjulega.

Við eigum nú þegar fjölmargar vélar með gervigreindarörgjörvum á lager frá Intel, Qualcomm og nú AMD sem eru svakalega afkastamiklir og spennandi. Afköst mælast í TOPS og mælast AMD yfir 50 TOPS.

Framboð á tölvum með gervigreindarörgjörvum hefur margfaldast á síðustu mánuðum. Lenovo hefur verið leiðandi í þeirri þróun með nýjustu tölvunum sínum.

Sambærileg tækni notuð í Formúlu 1 og hjá FIFA

Lenovo nýtir sambærilega tækni í samstarfi sínu við Formúlu 1 og FIFA.

Í Formúlu 1 er mikill hraði og gríðarlegt magn myndefnis og gagna sem þarf að vinna úr á meðan á keppni stendur. Sem alþjóðlegur samstarfsaðili (global partner) Formúlu 1 þá hefur Lenovo tekið þátt í að nota nýstárlegar gervigreindarlausnir til að vinna gagnamagnið, styðja við starfsfólk keppninnar og bæta upplifun áhorfenda. Allar mælingar og gögn sem safnast úr Formúlunni hafa nýst við skipulag keppninnar og sjálfum liðunum í þróun bílanna, sem bætur upplifun áhorfenda og eykur spennuna.

Sem alþjóðlegur samstarfsaðili Formúlu 1 þá hefur Lenovo tekið þátt í að nota nýstárlegar gervigreindarlausnir til að vinna gagnamagnið, styðja við starfsfólk keppninnar og bæta upplifun áhorfenda.

Lenovo hefur einnig verið útnefndur sem opinber tækniaðili FIFA. Það samstarf mun ná yfir heimsmeistaramót karla og kvenna í knattspyrnu árin 2026 og 2027. Þar mun Lenovo veita FIFA háþróaða tækni, eins og gervigreindarlausnir til að bæta áhorfendaupplifun og útsendingar. Það verður spennandi að sjá hvernig tæknin gerir leikinn enn betri fyrir okkur sem heima sitjum.

Gervigreindin eykur lífsgæði okkar

Björn telur að við þurfum ekki að óttast þessa tækniþróun eða gervigreindina. „Fyrir notendur þá er þetta leið til að auka lífsgæði okkar og gerir verkefni hagkvæmari. Ég hef ekki miklar áhyggjur á því að fólk sé að fara missa störf vegna gervigreindarinnar, heldur færast þau til eins og í öllum tæknibyltingum“, segir Björn. „Gervigreindin mun gera okkur öllum kleift að nýta tímann betur til að sinna því sem skiptir okkur mestu máli, eins og að verja tíma með fjölskyldu og vinum frekar en að eyða tímanum í einhver leiðindaverkefni. Gervigreindin má sjá um þau.“

Hér má sjá úrvalið af afkastamiklum fartölvum.