Skortur er á tómötum í Bretlandi um þessar mundir.
Í kjölfar Brexit hafa Bretar í auknum mæli treyst á innflutning tómata frá Marokkó. Auk þess flytja Bretar inn tómata í miklum mæli frá Hollandi og Spáni.
Uppskera í Marokkó hefur verið dræm á þessu ári vegna flóða og kulda. Hærra áburðarverð í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu hefur einnig slegið á uppskeruna. Þá hefur uppskeran á Spáni einnig verið slöpp vegna kulda.