Sæbjörg Eva Hlynsdóttir, stofnandi, verkefnastjóri og höfundur kennsluefnis Tónakistunnar, útskrifaðist úr skapandi tónlistarmiðlun við Listaháskóla Íslands árið 2023. Lokaverkefni hennar á þeim tíma var hugmynd sem myndi síðar meir breytast í Tónakistuna.

Hún segir að hugmyndin hafi fyrst kviknað þegar hún vann á leikskóla árið 2018. Sæbjörg var sjálf starfandi tónlistarkona en átti erfitt með að kenna í tónlistarstund með börnunum og fór þá að hugsa hvort það væri hægt að koma með auðveldari tól fyrir leiðbeinendur.

„Ég hafði alltaf verið með þessa hugmynd í maganum og svo í ágúst 2024 fékk ég til liðs við mig vinkonu mína úr náminu, Kristbjörgu Ástu Viðarsdóttur, og hann Dag Snæ Elísson og þá fór boltinn að rúlla.“

Sæbjörg segir að hugmyndin hafi líka verið að gera tónlistaruppgötvun einfalda fyrir börn og að fólk þyrfti ekki að hafa neinn bakgrunn í tónlist til að geta nýtt sér kistuna. Kennsluefnið sé aðallega hugsað fyrir eldri deildir leikskóla og yngstu bekki grunnskóla.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaði vikunnar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.