Skjár er ekki bara skjár. Góður leikjaskjár getur breytt leiknum fyrir „geimerinn“. Brynjar Örn Sigurðsson, leikjapabbi og vörustjóri hjá Ofar fer yfir fimm bestu leikjaskjáina í Legion línunni frá Lenovo. Allir leikjaskjáir frá Lenovo koma með 3 ára ábyrgð og eru fáanlegir í netverslun Ofar.

Hvað ber að hafa í huga við val á leikjaskjá?

Það sem skilur að leikjaskjái og hefðbundna skjái er að leikjaskjáir hafa lægri svartíðni og hærri endurnýjunartíðni. Í einföldu máli, þá eru mýkri hreyfingar og minna um hökt í leikjaskjám.

Svartíðni (e. response time) vísar til þess hve hratt pixlar á skjánum geta breytt um lit. Hefðbundnir skjáir eru með svartíma upp á 10 millisekúndur á meðan góðir leikjaskjáir eru með svartíma undir 1 millisekúndu.

Endurnýjunartíðni (e. refresh rate) segir til um hversu oft skjárinn uppfærir myndina á sekúndu og er mæld í hertz (Hz). Endurnýjunartíðni í hefðbundnum skjám er um 60Hz, sem þýðir að skjárinn uppfærir myndina 60 sinnum á sekúndu. Að mínu mati ættu góðir leikjaskjáir að hafa lágmarks endurnýjunartíðni upp á 144Hz. Alvöru leikjaspilarar ættu að hafa skjái með endurnýjunartíðni milli 180Hz og 280Hz.

1. Legion Pro 34“

Alvöru „pabbaskjár“ - Magnaður í tölvuleiki, frábær í vinnu

Legion Pro er magnaður leikjaskjár sem tikkar í öll box leikjaspilarans. 34 tommur, Ultra-Wide QHD OLED upplausn með einstaklega djúpum og fallegum litum. Skjárinn er með 0.03 millisekúndur í svartíðni og 240Hz endurnýjunartíðni sem veitir þér hraða og silkimjúkar hreyfingar í öllum leikjum.

Þessi skjár færir leikjaupplifunina ofar og hentar fullkomnlega í hvaða leiki sem er, hvort sem þeir eru spilaðir í PC, Playstation eða Xbox.

Síðast en ekki síst er hann fullkominn fyrir leikjapabba eins og mig sem vilja nota sama skjá í leik og vinnu. Skjárinn kemur nefnilega með innbyggðri dokku sem gerir mér kleift að tengja skjáinn auðveldlega með USB-C snúru í vinnutölvuna. Engar aukasnúrur, ekkert vesen!

  • 3440x1440 Ultra-Wide QHD OLED upplausn
  • 0.03 ms svartíðni
  • 240Hz endurnýjunartíðni
  • 800R kúrva í skjá
  • KVM sviss og innbyggð dokka með fullt af tengimöguleikum.

Legion Pro 34“ - Verð: 229.000 kr.

2. Legion R45w

Skjár sem víkkar sjóndeildarhringinn

Legion R45w er einstakur 44.5 tommu Ultra-Wide DQHD leikjaskjár. Þetta er skjár sem dregur þig inn í leikinn, gefur meira sjónsvið og bætir leikjaupplifun. Þetta á sérstaklega við leiki sem eru með fallegt landslag, nákvæm smáatriði og mikla dýpt. Það má segja að þetta sé skjár með útsýni.

Skjárinn er einnig með innbyggðri dokku og er því afar fjölhæfur fyrir þá sem vilja skjá fyrir leiki og vinnu.

Skemmtileg staðreynd: þegar þú opnar Excel skjal með í þessum skjá þá eru dálkar A til CA sýnilegir, sem er sturlað fyrir excelgúrúinn!

  • 5120x1440 Ultra-Wide DQHD upplausn
  • 1 ms svartíðni
  • 170Hz endurnýjunartíðni
  • 1500R kúrva í skjá
  • KVM sviss og innbyggð dokka með fullt af tengimöguleikum.

Legion R45w - verð 159.900 kr.

3. Legion Y27f/qf

Frábær kostur fyrir skotleiki í fyrstu persónu

Legion Y27f/qf eru fullkomnir skjáir í FPS (First-person Shooter) leiki á borð við CS2 og Call of Duty, en slíkir leikir krefjast nákvæmni, hraða og einbeitingu spilarans. Báðir skjáir eru 27 tommur að stærð og koma annarsvegar með FHD og QHD upplausn, 0.5 millisekúndu svartíðni og 240Hz endurnýjunartíðni. Þetta eru klárlega skjáir sem uppfylla hörðustu kröfur leikjaspilarans.

  • 1920x1080 (FHD) og 2560x1440 (QHD) upplausn
  • 0.5 ms svartíðni
  • 240hz endurnýjunartíðni
  • Enginn kúrva í skjá
  • HDMI 2.1, Displayport og USB port.

Legion Y27f - Tilboðsverð: 47.900

Legion Y27qf - Tilboðsverð: 69.900

4. Legion R34w - 67C7GACBEU

Það er ekkert bogið við þennan skjá

Legion R34w er frábær leikjaskjár fyrir þá sem vilja stóran Ultra-Wide QHD á hagstæðu verði. Hann er stútfullur af skemmtilegum eiginleikum sem bæta leikjaupplifun. Hann gefur meira sjónsvið þar sem hann er 34 tommur að stærð. Að sama skapi kemur hann með 180Hz endurnýjunartíðni og 0.5 millisekúndu svartíðni. R34w er því gott val fyrir alla leikjaspilara.

  • 3440x1440 Ultra-Wide QHD upplausn
  • 0.5 ms svartíðni
  • 180Hz endurnýjunartíðni
  • 1500R kúrva í skjá
  • HDMI 2.1 og Display port.

Legion R34w - Verð: 79.900 kr.

5. Legion R27qe

Þægileg stærð á þægilegu verði

Legion R27qe er 27“ leikjaskjár á geggjuðu tilboðsverði. Þessi skjár hentar vel fyrir allar gerðir leikja og þá sérstaklega fyrir leikjaspilara sem vilja ekki of stóran skjá. R27qe kemur með QHD upplausn, fallegum litum, 0.5 millisekúndu svartíðni og 180Hz endurnýjunartíðni. Frábær skjár fyrir þá sem eru að skríða sín fyrstu skref í leikjaspilun eða þá sem vilja góðan leikjaskjá á frábæru verði.

  • 2560x1440 QHD upplausn
  • 0.5 ms svartíðni
  • 180Hz endurnýjunartíðni
  • Engin kúrva í skjá
  • HDMI 2.1 og Display port.

Legion R27qe - Tilboðsverð: 45.900.