Sam-félagið ehf., rekstrarfélag Sambíóanna, tapaði 27 milljónum á síðasta ári samanborið við 259 milljóna tap árið áður.
Velta félagsins jókst um 70% á milli ára og nam 812 milljónum króna, en árið 2020 var sérstaklega erfitt hjá félaginu vegna harðra samkomutakmarkana stjórnvalda. Eigið fé félagsins var neikvætt um 306 milljónir í árslok en það var neikvætt um 279 milljónir ári fyrr.
Í skýrslu stjórnar segir að heimsfaraldurinn hafi haft veruleg neikvæð áhrif á starfsemi félagsins á árinu 2021. Brugðust stjórnendur við stöðunni með ýmsum hagræðingaraðgerðum ásamt því að nýta sér aðgerðarpakka stjórnvalda.
Þá segir að velta félagsins hafi tekið við sér á árinu 2022 eftir samdrátt síðastliðið ár vegna Covid, en áhrif faraldursins á rekstur 2022 eru talin töluvert minni en síðustu tvö ár.
Sambíóin reka fimm kvikmyndahús víðs vegar um landið. Fyrirtækið var stofnað af Árna Samúelssyni en er nú í jafnri eigu þeirra Alfreðs, Björns og Elísabetar Árnabarna.
Sam-félagið ehf.
2020 |
476 |
-259 |
439 |
-279 |