Toyota seldi 10,8 milljónir bíla á heimsvísu á síðasta ári og var sem áður stærsti bílaframleiðandi heims.
Sala japanska bílaframleiðandans dróst þó saman um 3,7% frá metárinu 2023 er 11,2 milljónir bíla seldust. Aukin sala í Bandaríkjunum og Evrópu náði aftur á móti ekki að vega upp á móti samdrætti í Japan og Kína.
Toyota hefur notið góðs af breytri neytendahegðun í Bandaríkjunum og víðar, þar sem vinsældir tvinnbíla hafa aukist á kostnað hreinna rafbíla. Toyota átti líkt og fyrr segir í erfiðleikum í Kína, stærsta bílamarkaði heims, líkt og margir aðrir erlendir bílaframleiðendur.
Fyrr í þessum mánuði tilkynnti keppinauturinn Volkswagen að afhendingar bíla félagsins hefðu dregist saman um 2,3% og niður í 9,03 milljónir árið 2024, aðallega vegna harðrar samkeppni í Kína.
Á sama tíma jókst sala kínverska bílaframleiðandans BYD um 41% á síðasta ári, upp í í 4,3 milljónir bíla.